Viðskipti innlent

Helga Dís og Pétur Karl til Sam­kaupa

Atli Ísleifsson skrifar
Helga Dís Jakobsdóttir og Pétur Karl Ingólfsson.
Helga Dís Jakobsdóttir og Pétur Karl Ingólfsson. Samkaup

Helga Dís Jakobsdóttir og Pétur Karl Ingólfsson hafa verið ráðin til Samkaupa.

Í tilkynningu kemur fram að þau hefji störf um næstu mánaðamót.

„Helga Dís Jakobsdóttir hefur verið ráðin í stöðu þjónustu- og upplifunarstjóra Nettó. Helga Dís útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og forystu frá Háskóla Íslands. Einnig hefur hún lokið MS-gráðu í þjónustustjórnun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Pétur Karl Ingólfsson tekur við stöðu upplýsingatæknistjóra Samkaupa. Pétur er reynslumikill og hefur meðal annars starfað sem verkefnastjóri á sviði stafrænna vara og stefnumótunar hjá Icelandair. Pétur hefur einnig starfað við hugbúnaðarþróun og rekstur hjá Isavia/Duty Free og vefþróun hjá 365 miðlum,“ segir í tilkynningunni.

Hjá Samkaupum starfa um 1.300 manns í tæplega sjö hundruð stöðugildum. Samkaup reka um sextíu verslanir víðsvegar um land, meðal annars undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×