Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2021 06:26 Þessi mynd er tekin núna á áttunda tímanum í einni af byggingum háskólans sem flæddi inn í. Vísir/Arnar Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. Röskun verður á skólastarfi HÍ í dag vegna vatnslekans samkvæmt upplýsingum frá skólanum en neyðarstjórn skólans hittist á fundi núna klukkan átta. Sjá tilkynningu skólans hér fyrir neðan: Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum Háskólans. (Þetta á við um alla starfsemi, þ.m.t. kennslu, rannsóknir og þjónustu). Nánari upplýsingar verða veittar um leið og fram vindur en verið er að dæla vatni úr húsnæði skólans. Fram hefur komið í fréttum að rof hafi komið á stóra kaldavatnsæð í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Ljóst er að mikið verk er framundan við að koma aðstöðunni í samt horf. Eins og sést á þessari mynd sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti á Facebook er allt á floti í HÍ.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Það var skömmu eftir klukkan eitt í nótt sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna lekans. Fóru mannskapur og dælubílar frá þremur stöðvum á staðinn. Eru slökkviliðsmenn enn við vinnu á vettvangi að sögn varðstjóra en búið er að senda ferska menn á staðinn þar sem dagvaktin hefur nú tekið við af næturvaktinni. Í tilkynningu frá Veitum segir að talið sé að lekinn sé tengdur framkvæmdum við endurnýjun vatnslagna á Suðurgötu. Lekinn kom upp í lokahúsi vatnsveitu sunnan við aðalbyggingu HÍ. Hann uppgötvaðist í stjórnstöð vatns hjá Veitum þegar vart varð mikils þrýstingsfalls í dreifikerfi kalda vatnsins vestan Snorrabrautar. „Lekinn var um 500l/s og stóð í 75 mínútur áður en náðist að loka fyrir, það runnu því út um 2250 tonn af vatni,“ segir í tilkynningu Veitna. Mikið vatn flæddi inn í aðalbyggingu Háskólans, Gimli, Lögberg, Stúdentakjallarann, Árnagarð og fleiri byggingar sem eru austan megin Suðurgötu. Unnið hefur verið að því að dæla vatni út í alla nótt og segir varðstjóri slökkviliðsins mjög mikið vatn hafa flætt inn í byggingarnar. Samkvæmt dagbók lögreglu mættu starfsmenn HÍ á svæðið til að opna byggingar og fulltrúar Veitna komu og lokuðu fyrir vatnsæðina. Búið var að loka fyrir æðina klukkan rúmlega tvö í nótt samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Varðstjóri slökkviliðsins segir áætlanir gera ráð fyrir að slökkviliðsmenn verði að störfum á vettvangi að minnsta kosti til hádegis. Aðspurður segir hann þetta með stærri einstaka vatnstjónum á síðari árum. Mannskapur, tæki og tól frá þremur stöðvum fóru á staðinn. Enn er unnið á vettvangi.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Þá er kaldavatnslaust í Sæmundargötu 2 til 10 og er eftirfarandi tilkynningu að finna á vef Veitna: Vegna bilunar er kaldavatnslaust í Sæmundargötu 2-10 Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Gættu þess þó að það sé ekki alveg sjóðheitt því það getur sprengt postulín. Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Arnar Halldórsson, tökumaður fréttastofu, tók á vettvangi í morgun. Vinna hefur staðið yfir á vettvangi frá því klukkan eitt í nótt.Vísir/Arnar Vatn flæddi meðal annars inn í Háskólatorg.Vísir/Vilhelm Ljóst þykir að gríðarlegt tjón hefur orðið vegna vatnslekans.Vísir/Arnar Fréttin var uppfærð kl. 08:50. Slökkvilið Skóla - og menntamál Reykjavík Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Röskun verður á skólastarfi HÍ í dag vegna vatnslekans samkvæmt upplýsingum frá skólanum en neyðarstjórn skólans hittist á fundi núna klukkan átta. Sjá tilkynningu skólans hér fyrir neðan: Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum Háskólans. (Þetta á við um alla starfsemi, þ.m.t. kennslu, rannsóknir og þjónustu). Nánari upplýsingar verða veittar um leið og fram vindur en verið er að dæla vatni úr húsnæði skólans. Fram hefur komið í fréttum að rof hafi komið á stóra kaldavatnsæð í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Ljóst er að mikið verk er framundan við að koma aðstöðunni í samt horf. Eins og sést á þessari mynd sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti á Facebook er allt á floti í HÍ.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Það var skömmu eftir klukkan eitt í nótt sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna lekans. Fóru mannskapur og dælubílar frá þremur stöðvum á staðinn. Eru slökkviliðsmenn enn við vinnu á vettvangi að sögn varðstjóra en búið er að senda ferska menn á staðinn þar sem dagvaktin hefur nú tekið við af næturvaktinni. Í tilkynningu frá Veitum segir að talið sé að lekinn sé tengdur framkvæmdum við endurnýjun vatnslagna á Suðurgötu. Lekinn kom upp í lokahúsi vatnsveitu sunnan við aðalbyggingu HÍ. Hann uppgötvaðist í stjórnstöð vatns hjá Veitum þegar vart varð mikils þrýstingsfalls í dreifikerfi kalda vatnsins vestan Snorrabrautar. „Lekinn var um 500l/s og stóð í 75 mínútur áður en náðist að loka fyrir, það runnu því út um 2250 tonn af vatni,“ segir í tilkynningu Veitna. Mikið vatn flæddi inn í aðalbyggingu Háskólans, Gimli, Lögberg, Stúdentakjallarann, Árnagarð og fleiri byggingar sem eru austan megin Suðurgötu. Unnið hefur verið að því að dæla vatni út í alla nótt og segir varðstjóri slökkviliðsins mjög mikið vatn hafa flætt inn í byggingarnar. Samkvæmt dagbók lögreglu mættu starfsmenn HÍ á svæðið til að opna byggingar og fulltrúar Veitna komu og lokuðu fyrir vatnsæðina. Búið var að loka fyrir æðina klukkan rúmlega tvö í nótt samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Varðstjóri slökkviliðsins segir áætlanir gera ráð fyrir að slökkviliðsmenn verði að störfum á vettvangi að minnsta kosti til hádegis. Aðspurður segir hann þetta með stærri einstaka vatnstjónum á síðari árum. Mannskapur, tæki og tól frá þremur stöðvum fóru á staðinn. Enn er unnið á vettvangi.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Þá er kaldavatnslaust í Sæmundargötu 2 til 10 og er eftirfarandi tilkynningu að finna á vef Veitna: Vegna bilunar er kaldavatnslaust í Sæmundargötu 2-10 Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Gættu þess þó að það sé ekki alveg sjóðheitt því það getur sprengt postulín. Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Arnar Halldórsson, tökumaður fréttastofu, tók á vettvangi í morgun. Vinna hefur staðið yfir á vettvangi frá því klukkan eitt í nótt.Vísir/Arnar Vatn flæddi meðal annars inn í Háskólatorg.Vísir/Vilhelm Ljóst þykir að gríðarlegt tjón hefur orðið vegna vatnslekans.Vísir/Arnar Fréttin var uppfærð kl. 08:50.
Slökkvilið Skóla - og menntamál Reykjavík Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira