Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Í hádegisfréttum okkar heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni en þau ánægjulegu tíðindi bárust í morgun að engin smit greindust innanlands í gær.

Við tökum stöðuna á ástandinu í Háskóla Íslands eftir vatnstjónið mikla sem varð þar í gærnótt. Að auki verður talað við bæjarstjórann í Fjallabyggð en hættuástand er enn í gildi á Siglufirði vegna snjóflóðahættu.

Þá eru gular viðvaranir í gildi um stóran hluta landsins. Þetta og meira til í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×