Víðir Reynisson óttast að „svikalogn“ ríki nú í kórónuveirufaraldrinum. Hann segir að vísbendingar séu um að fólk telji ekki ástæðu til að fara í sýnatöku vegna fárra smita sem greinast.
Þá tökum við stöðuna á mótmælum í Rússlandi og fjöllum um nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta. Við lítum einnig við á Ósabotnum skammt frá Selfossi, þar sem starfsmenn Selfossveitna brosa hringinn eftir að heitt vatn fannst á svæðinu fyrir skömmu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.