Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um morðið á íslenskri konu búsettri í Danmörku. Eiginmaður konunnar hefur játað á sig glæpinn en þau höfðu slitið samvistum.

Rætt verður við yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi sem fer með rannsókn málsins. Áhersla lögreglu er að safna sönnunargögnum áður en þau eyðileggjast. Lögregluþjónninn segir morðið sérstaklega hrottalegt og harðneskjulegt.

Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. Rætt verður við ráðherra í fréttatímanum.

Einnig segjum við frá því helsta á Alþingi og þá sérstaklega frumvarpi sem forsætisráðherra mælir fyrir til breytinga á stjórnarskrá Íslands. Við segjum frá nýju kórónuveiruvegabréfi sem Danir hafa ákveðið að framleiða og ýmsu fleira. Allt þetta í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×