Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum berum við saman arðgreiðslur stærstu útgerðarfyrirtækjanna annars vegar og álögð veiðigjöld á þau hins vegar. En í gær birti Fiskistofa yfirlit yfir greiðslur veiðigjalda á síðasta ári og lækka þær um 1,8 milljarð milli ára.

Við fórum einnig á stúfana í Laugardalshöll þar sem byrjað var að bólusetja fólk við kórónuveirunni. Um fjögur hundruð frammlínustarfsmenn voru bólusettir í dag.

Veður hamlaði áframhaldandi leit að John Snorra og samferðamönnum hans á K-tveimur í Pakistan í dag. Frekari fjallgöngur á tindinn hafa verið bannaðar það sem eftir lifir vetrar.

Þá hittum við sundkappann og tónlistarmanninn Má Gunnarsson sem fe fyrir söfnun Blindrafélagsins fyrir kaupum og þjálfun leiðsöguhunda en félagið hefur aðeins ráð á að úthluta tveimur hundum á ári en átján eru á biðlista.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×