Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 15:24 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir fyrirhugaðar breytingar á landamærum eftir ríkisstjórnarfund í dag. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. Hún telur kröfu um að allir framvísi PCR-prófi áður en þeir koma til landsins standast stjórnarskrá og tekur ekki undir efasemdir sem komið hafa fram þess efnis. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti eftir ríkisstjórnarfund í dag að nýja reglugerðin á landamærunum taki gildi á föstudag. Komufarþegar verði þar með krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað, sem þurfi að sýna neikvæða niðurstöðu fyrir kórónuveirunni. Prófið megi jafnframt ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Breytingin gildi fyrir alla, einnig Íslendinga sem koma til landsins, út apríl. Komið hafa fram efasemdir um hvort krafan um PCR-prófið standist stjórnarskrá. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður veltir þessu til dæmis upp á Facebook-síðu sinni í dag: „Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál hvort ráðherrann hafi gluggað í stjórnarskránna. Þar segir í 2. mgr. 66. gr.: „Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi.“ Þessi stjórnarskrárregla er fortakslaus og sætir ekki undantekningum.“ Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál...Posted by Arnar Þór Stefánsson on Þriðjudagur, 16. febrúar 2021 Þá spurði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar heilbrigðisráðherra hvernig breytingin muni samræmast stjórnarskrá. „[…] sem segir að íslenskum ríkisborgara verði ekki meinað að koma til landsins né verði honum vísað úr landi. Ef íslenskur ríkisborgari er ekki með þetta próf, hvernig ætlum við að haga málum á landamærum?“ spurði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm Svandís kvaðst ekki taka undir þessar efasemdir og það gerði ráðuneyti hennar ekki heldur. Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. „[…] enda höfum við á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis farið yfir það hvernig þær tillögur samræmast lögum og reglum og þar með talið stjórnarskrá, þó að það liggi auðvitað algerlega fyrir að íslenskum ríkisborgurum verður aldrei vísað frá landinu. Það myndi aldrei ganga.“ Þessa afstöðu ítrekaði Svandís í svari við fyrirspurn Olgu Margrétar Cilia varaþingmanns Pírata. „Það þá hins vegar hvað tekur við og hvernig verður framkvæmdin þá, það er spurning sem er enn ósvarað og við skoðum með hliðsjón af jafnræði og meðalhófi og öðrum meginreglum stjórnsýsluréttarins því að það þurfum við allt saman að uppfylla,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43 Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti eftir ríkisstjórnarfund í dag að nýja reglugerðin á landamærunum taki gildi á föstudag. Komufarþegar verði þar með krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað, sem þurfi að sýna neikvæða niðurstöðu fyrir kórónuveirunni. Prófið megi jafnframt ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Breytingin gildi fyrir alla, einnig Íslendinga sem koma til landsins, út apríl. Komið hafa fram efasemdir um hvort krafan um PCR-prófið standist stjórnarskrá. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður veltir þessu til dæmis upp á Facebook-síðu sinni í dag: „Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál hvort ráðherrann hafi gluggað í stjórnarskránna. Þar segir í 2. mgr. 66. gr.: „Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi.“ Þessi stjórnarskrárregla er fortakslaus og sætir ekki undantekningum.“ Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál...Posted by Arnar Þór Stefánsson on Þriðjudagur, 16. febrúar 2021 Þá spurði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar heilbrigðisráðherra hvernig breytingin muni samræmast stjórnarskrá. „[…] sem segir að íslenskum ríkisborgara verði ekki meinað að koma til landsins né verði honum vísað úr landi. Ef íslenskur ríkisborgari er ekki með þetta próf, hvernig ætlum við að haga málum á landamærum?“ spurði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm Svandís kvaðst ekki taka undir þessar efasemdir og það gerði ráðuneyti hennar ekki heldur. Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. „[…] enda höfum við á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis farið yfir það hvernig þær tillögur samræmast lögum og reglum og þar með talið stjórnarskrá, þó að það liggi auðvitað algerlega fyrir að íslenskum ríkisborgurum verður aldrei vísað frá landinu. Það myndi aldrei ganga.“ Þessa afstöðu ítrekaði Svandís í svari við fyrirspurn Olgu Margrétar Cilia varaþingmanns Pírata. „Það þá hins vegar hvað tekur við og hvernig verður framkvæmdin þá, það er spurning sem er enn ósvarað og við skoðum með hliðsjón af jafnræði og meðalhófi og öðrum meginreglum stjórnsýsluréttarins því að það þurfum við allt saman að uppfylla,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43 Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15
Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43
Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25