Lífið að veði Þorsteinn Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 19:31 Ég skundaði yfir Austurvöll um daginn á hraða sem ég réð ekki vel við en erindið var brýnt. Ég varð að benda á þá vá sem vofir yfir íslenskum konum nú þegar greiningar á leg – og brjóstakrabbameinum hafa verið hrifsaðar af Krabbameinsfélaginu án þess að framtíðarfyrirkomulag sé tilbúið og ákveðið. Óbeit heilbrigðisráðherra á öllum þeim sem stunda heilbrigðisþjónustu og ekki lúta ríkisforsjá er löngu kunn. Einstakur velvilji hennar í garð einkarekinnar heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum er einnig vel þekktur. Þessi meinloka ráðherrans eða trúarsannfæring hefur birst í ýmsum myndum. Skorin hefur verið upp herör gegn frjálsum félagasamtökum, einstaklingum og félögum sem koma að heilbrigðismálum og forvörnum s.s. Hugarafli og Rauða krossinum þar sem ráðherra fór reyndar sneypuför varðandi sjúkrabílarekstur góðu heilli. SÁA hefur ekki farið varhluta af stefnu ráðherra og hefur þingið ítrekað orðið að grípa inn í og tryggja fjárframlög þó ekki að því marki sem Miðflokkurinn hefur lagt til. Hert hefur verið að sjúkraþjálfurum þannig að rekstur einherja og annar smærri rekstur er í hættu. Algert bann er við því að eiga viðskipti við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu s.s. Klínikinni varðandi liðskiptaaðgerðir þrátt fyrir að biðlistar eftir slíkum aðgerðum hafi líklega aldrei verið lengri. Covid ástandið hefur bætt gráu ofan á svart því ekki hefur verið unnt að senda fólk á einkaklínik í Svíþjóð sem Sjúkratryggingar hafa samning við og kosta tvö og hálffalt á við aðgerðir Klínikurinnar. Í þessu sambandi má einnig minnast á að sérfræðilæknar í einkarekstri eru samningslausir og hafa verið í nokkurn tíma sem bitnar einkum á efnaminni sjúklingum. Aðför að heilsu kvenna En nú tekur steininn úr lesandi góður. Nýlegar ráðstafanir heilbrigðisráðherra varðandi skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum hefur sett fjölda kvenna í hættu. Strokusýni úr leghálsi þúsunda kvenna lentu á hrakhólum nýlega þar til þau voru send til einkaaðila í Danmörku. Brögð eru að því að sýni hafi misfarist og þurfi því að taka ný. Ljóst er einnig að sending til Danmerkur er tímafrekari og verður til þess að mikilvæg þekking hverfur úr landi á mati sérfræðinga. Það er háalvarlegt mál að draga konur á svari og hætta einnig á að nauðsynlegar meðferðir tefjist. Sama er uppi á teningnum hvað brjóstaskimun snertir. Lengri tíma tekur nú en áður að fá brjóstaskimun og konur bíða lengur eftir greiningu og upphafi meðferðar. Þær bíða kvíðnar og óttaslegnar með lífið að veði. Ekki þarf að benda á að hvorutveggja krabbamein eru algeng og illvíg og brýnt er að greining sé fljótvirk og að skammur tími líði þar til meðferð hefst. Upp á hvort tveggja hefur sárlega skort undanfarandi. Sérfræðingar segja ástandið aðför að heilsu kvenna. Það er því ekki að ófyrirsynju að konur hafa myndað grasrótarsamtök sem einmitt heita ,,Aðför að heilsu kvenna“ og hefur skráning í samtökin verið með ólíkindum undanfarna sólarhringa en sýnir einnig hversu brýnt málefnið er. Nú þegar þarf að vinda ofan af röngum ákvörðunum, færa rannsóknir til landsins að nýju og tryggja konum viðunandi öryggi og viðunandi greiningar og meðferðir. Vonandi láta nýju samtökin til sín heyra með ótvíræðum hætti. Vonandi fylkja allir sér um samtökin og baráttu þeirra, bæði konur og karlmenn. Það væri viðeigandi að mótmæla núverandi ástandi með áberandi hætti þann 8. mars n.k. á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ég skundaði yfir Austurvöll um daginn á hraða sem ég réð ekki vel við en erindið var brýnt. Ég varð að benda á þá vá sem vofir yfir íslenskum konum nú þegar greiningar á leg – og brjóstakrabbameinum hafa verið hrifsaðar af Krabbameinsfélaginu án þess að framtíðarfyrirkomulag sé tilbúið og ákveðið. Óbeit heilbrigðisráðherra á öllum þeim sem stunda heilbrigðisþjónustu og ekki lúta ríkisforsjá er löngu kunn. Einstakur velvilji hennar í garð einkarekinnar heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum er einnig vel þekktur. Þessi meinloka ráðherrans eða trúarsannfæring hefur birst í ýmsum myndum. Skorin hefur verið upp herör gegn frjálsum félagasamtökum, einstaklingum og félögum sem koma að heilbrigðismálum og forvörnum s.s. Hugarafli og Rauða krossinum þar sem ráðherra fór reyndar sneypuför varðandi sjúkrabílarekstur góðu heilli. SÁA hefur ekki farið varhluta af stefnu ráðherra og hefur þingið ítrekað orðið að grípa inn í og tryggja fjárframlög þó ekki að því marki sem Miðflokkurinn hefur lagt til. Hert hefur verið að sjúkraþjálfurum þannig að rekstur einherja og annar smærri rekstur er í hættu. Algert bann er við því að eiga viðskipti við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu s.s. Klínikinni varðandi liðskiptaaðgerðir þrátt fyrir að biðlistar eftir slíkum aðgerðum hafi líklega aldrei verið lengri. Covid ástandið hefur bætt gráu ofan á svart því ekki hefur verið unnt að senda fólk á einkaklínik í Svíþjóð sem Sjúkratryggingar hafa samning við og kosta tvö og hálffalt á við aðgerðir Klínikurinnar. Í þessu sambandi má einnig minnast á að sérfræðilæknar í einkarekstri eru samningslausir og hafa verið í nokkurn tíma sem bitnar einkum á efnaminni sjúklingum. Aðför að heilsu kvenna En nú tekur steininn úr lesandi góður. Nýlegar ráðstafanir heilbrigðisráðherra varðandi skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum hefur sett fjölda kvenna í hættu. Strokusýni úr leghálsi þúsunda kvenna lentu á hrakhólum nýlega þar til þau voru send til einkaaðila í Danmörku. Brögð eru að því að sýni hafi misfarist og þurfi því að taka ný. Ljóst er einnig að sending til Danmerkur er tímafrekari og verður til þess að mikilvæg þekking hverfur úr landi á mati sérfræðinga. Það er háalvarlegt mál að draga konur á svari og hætta einnig á að nauðsynlegar meðferðir tefjist. Sama er uppi á teningnum hvað brjóstaskimun snertir. Lengri tíma tekur nú en áður að fá brjóstaskimun og konur bíða lengur eftir greiningu og upphafi meðferðar. Þær bíða kvíðnar og óttaslegnar með lífið að veði. Ekki þarf að benda á að hvorutveggja krabbamein eru algeng og illvíg og brýnt er að greining sé fljótvirk og að skammur tími líði þar til meðferð hefst. Upp á hvort tveggja hefur sárlega skort undanfarandi. Sérfræðingar segja ástandið aðför að heilsu kvenna. Það er því ekki að ófyrirsynju að konur hafa myndað grasrótarsamtök sem einmitt heita ,,Aðför að heilsu kvenna“ og hefur skráning í samtökin verið með ólíkindum undanfarna sólarhringa en sýnir einnig hversu brýnt málefnið er. Nú þegar þarf að vinda ofan af röngum ákvörðunum, færa rannsóknir til landsins að nýju og tryggja konum viðunandi öryggi og viðunandi greiningar og meðferðir. Vonandi láta nýju samtökin til sín heyra með ótvíræðum hætti. Vonandi fylkja allir sér um samtökin og baráttu þeirra, bæði konur og karlmenn. Það væri viðeigandi að mótmæla núverandi ástandi með áberandi hætti þann 8. mars n.k. á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun