Ragnar Þór hefur verið formaður VR frá árinu 2017 þegar hann hafði betur en Ólafía B. Rafnsdóttur þáverandi formaður með 63 prósentum atkvæða á móti 37 prósentum atkvæða Ólafíu. Helga Guðrún hefur áður boðið fram til embættis formanns en beið lægri hlut gegn Stefáni Einari Stefánssyni í formannskjöri 2011.
Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar stýrir Pallborðinu sem hefst í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi og Facebook-síðu Vísis. Lesendum Vísis býðst að senda inn spurningar fyrir formannsefnin á ritstjorn@visir.is og sömuleiðis í ummælum við útsendinguna á Facebook-síðu Vísis.
Pallborðið verður reglulega á dagskrá Vísis og tíðar eftir því sem nær dregur alþingiskosningum.
Uppfært: Þættinum er lokið og má horfa á hann hér að neðan.