Við ræðum við Kristínu Jónsdóttur jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 um málið svo og Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra um hvernig hægt er að rýma höfuðborgarsvæðið á sem skemmstum tíma ef til jarðskjálfta eða eldgosa kemur.
Þá höldum við áfram að fjalla um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en stofnunin hefur verið gagnrýnd undanfarið vegna alvarlegra atvika sem þar hafa komið upp. Kona sem endaði í hjartastoppi eftir að hafa leitað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir eitthvað mikið að hjá stofnuninni.
Við ræðum við rektor Menntaskólans í Hamrahlíð um sprengjuhótun sem barst skólanum og fleiri stofnunum í dag og segjum fá því að einn var sektaður um eitt hundrað þúsund krónur fyrir að framvísa ekki neikvæðu PCR vottorði á Keflavíkurflugvelli í dag.
Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.