Þetta kemur fram í Facebook-færslu hópsins. Þar segir að töluverð breyting hafi orðið á eldsuppkomumatsspánni enda hafi staðsetningar jarðskjálftanna þést um Trölladyngju- og Keilissvæðið undanfarinn sólarhring.
Nú ætlum við að skoða þróunina eins og hún er búin að vera yfir helgina. Hér er nýtt eldsuppkomumat miðað við þá...
Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Sunday, February 28, 2021
„Munum að undirliggjandi þessari greiningu er langtímaspá auk jarðskjálfta síðustu daga. Við sjáum strax að spáin gerir ráð fyrir ansi víðfeðmu svæði hvar vænta má eldgoss,“ segir í færslunni.
„En við hraunhermilíkön beinum við athygli okkar að allra líklegustu svæðunum,“ segir í færslunni.
Hópurinn birti einni hraunhermilíkan í kvöld en helstu breytingar á því eru þær að líklegustu svæði til að verða undir hrauni er norðurhluti mið-Reykjanesskagans. Líkur á að hraun renni til suðurs hafa lækkað en enn er það möguleiki.
Hér koma niðurstöður hraunhermilíkansins. Til að flýta fyrir reikningum látum við gjósa með 500 m millibili innan...
Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Sunday, February 28, 2021