Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2021 18:31 Páll ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um kosninguna á ársþingi KSÍ um helgina. Stöð 2 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. Þá gagnrýnir Páll núverandi fyrirkomulag Íslensks Toppfótbolta ásamt því að benda á hann telji að þau lið sem létu hvað hæst í sér heyra á ársþinginu séu að reyna stytta sér leið upp í efstu deild. Viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Það er ólga í knattspyrnuhreyfingunni eftir að tillaga um fjölgun leikja í deild þeirra bestu – Pepsi Max deild karla – var felld á ársþingi Knattspyrnusambandi Íslands. Þar höfðu lið í neðri deildum mikið vægi. „Það er óeðlilegt hversu mikið vægi þau hafa. Finnst alveg eðlilegt að þau hafi eitthvað vægi í þeim efnum en að þau geti stoppað það beinlínis að fjölga leikjum í efstu deild – sérstaklega í ljósi þess að það er vilji allra að fjölga leikjum – þá þarfnast endurskoðunar á því hvort það þurfi svona aukinn meirihluta allra,“ segir Páll um kosningu helgarinnar. „Það eru allir sammála um að það þurfi að fjölga leikjunum. Ég held það hafi verið einkar óheppilegt að afgreiða þetta mál svona á rafrænu ársþingi þar sem umræður voru mjög þreyttar og leiðinlegar í gegnum tölvuskjá. Ég held að niðurstöðurnar í þessari svokölluðu seinni kosningu – þar sem kosið var um tillögu um úrslitakeppni – ég held að niðurstaðan hafi endurspeglað í vonbrigðum þeirra liða sem náðu ekki sinni tillögu fram. Það er að segja um fjölgun liða.“ „Ég held þetta hafi endurspeglast í – veit ekki hvort það sé rétt að kalla það hefndaraðgerðir – en vonbrigðin voru það mikil að ég held að menn hafi ekki kosið málefnalega.“ Páll er ekki einn um þetta en formaður knattspyrnudeildar Vals er sama sinnis. Er knattspyrnuhreyfingin klofin í herðar niður í þessu máli? „Það eru mjög skiptar skoðanir. Klofningur er mjög sterkt orð en það er alveg ljóst að lið í neðri deildum halda liðum í efri deildum hálfpartinn í gíslingu í óbreyttu ástandi þó það sé skoðun allra að fjölga leikjum.“ „Þegar lið koma sér saman um það að kjósa gegn framþróun fótboltans þá segir sig sjálft að önnur lið hljóta að stíga upp á móti og klofningur er sterkt orð en það er einhver gjá,“ sagði Páll um stöðuna innan hreyfingarinnar. Aðeins þrjú íslensk lið munu taka þátt í Evrópukeppnum á næstu árum Nú munu aðeins þrjú íslensk lið eiga þátttökurétt í Evrópukeppnum í stað fjögurra eins og áður. Þetta veikir peningastöðu félaganna. „Þetta er sérstaklega slæmt þar sem við erum að endursemja núna um sjónvarpssamningana sem búa til aukið verðmæti á þeim sviðum. Það er voðalega vont að við getum ekki stigið samstíga til verks í þeim efnum og samið um þessu mikilvægu samninga því þetta skiptir bæði máli fyrir efstu deild og líka aðrar deildir og þau lið sem eiga möguleika á að komast upp. Þetta er mjög slæm staða.“ Páll segir að félögin í Pepsi Max deild karla eigi sér ekki lengur málsvara, hann sé ekki að finna hjá íslenskum Toppfótbolta. „Ég hef sjálfur gagnrýnt ÍTF verulega og ekki skilið tilgang samtakanna eins og þau hafa þróast. Eins og samtökin voru keyrð af stað á sínum tíma fyrir rétt rúmum tíu árum síðan voru þetta samtök félaga í efstu deild karla. Síðan þá hefur komið inn efsta deild kvenna sem og næstefsta deild karla og kvenna sem er þess valdandi að þar sem mestu hagsmunirnir eru undir – sem er Pepsi Max deild karla – eru liðin þar alltaf í minnihluta gagnvart öðrum liðum.“ „Hverskonar hagsmunasamtök eru það sem eiga að vera gæta hagsmuna sterkustu og stærstu félaga landsins sem er í rauninni stjórnað af neðri deildum. Við eigum öll okkar málsvara sem er knattspyrnusambandið og Toppfótbolti er hugsað sem hagsmunasamtök efstu deildar karla gagnvart knattspyrnusambandinu. Þegar öll félög sem eru með barna og unglinga eða meistaraflokksstarf eru aðilar að þessum samtökum þá þjónar það engum tilgangi.“ „Ég sagði það um daginn og stend við þið það hvenær sem er að Íslenskur Toppfótbolti þjónar engum tilgangi í dag.“ Félögin sem markaðssetja fótbolta á Íslandi eiga sér engan málsvara „Sem er mjög alvarlegt í dag. Við sjáum í þessari umræðu sem er að eiga sér stað í aðdraganda kosninganna að það eru allir í eiginhagsmunapoti. Að mörgu leyti má segja að við í Toppfótbolta eða lið í efstu deild séum í ákveðnu eiginhagsmunapoti þegar við segjum það að við viljum spila fleiri leiki, fleiri erfiða leiki og fleiri leiki á móti bestu liðum landsins.“ „Á sama tíma endurspeglast framburður þessara liða sem heyrðist hvað hæst í að stytta sér leið upp í efstu deild og það er ekki málefnalegt,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að lokum í spjalli við Stöð 2 og Vísi. Klippa: Vonbrigðin voru það mikil að ég held að menn hafi ekki kosið málefnalega Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn KSÍ KR Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Sjá meira
Þá gagnrýnir Páll núverandi fyrirkomulag Íslensks Toppfótbolta ásamt því að benda á hann telji að þau lið sem létu hvað hæst í sér heyra á ársþinginu séu að reyna stytta sér leið upp í efstu deild. Viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Það er ólga í knattspyrnuhreyfingunni eftir að tillaga um fjölgun leikja í deild þeirra bestu – Pepsi Max deild karla – var felld á ársþingi Knattspyrnusambandi Íslands. Þar höfðu lið í neðri deildum mikið vægi. „Það er óeðlilegt hversu mikið vægi þau hafa. Finnst alveg eðlilegt að þau hafi eitthvað vægi í þeim efnum en að þau geti stoppað það beinlínis að fjölga leikjum í efstu deild – sérstaklega í ljósi þess að það er vilji allra að fjölga leikjum – þá þarfnast endurskoðunar á því hvort það þurfi svona aukinn meirihluta allra,“ segir Páll um kosningu helgarinnar. „Það eru allir sammála um að það þurfi að fjölga leikjunum. Ég held það hafi verið einkar óheppilegt að afgreiða þetta mál svona á rafrænu ársþingi þar sem umræður voru mjög þreyttar og leiðinlegar í gegnum tölvuskjá. Ég held að niðurstöðurnar í þessari svokölluðu seinni kosningu – þar sem kosið var um tillögu um úrslitakeppni – ég held að niðurstaðan hafi endurspeglað í vonbrigðum þeirra liða sem náðu ekki sinni tillögu fram. Það er að segja um fjölgun liða.“ „Ég held þetta hafi endurspeglast í – veit ekki hvort það sé rétt að kalla það hefndaraðgerðir – en vonbrigðin voru það mikil að ég held að menn hafi ekki kosið málefnalega.“ Páll er ekki einn um þetta en formaður knattspyrnudeildar Vals er sama sinnis. Er knattspyrnuhreyfingin klofin í herðar niður í þessu máli? „Það eru mjög skiptar skoðanir. Klofningur er mjög sterkt orð en það er alveg ljóst að lið í neðri deildum halda liðum í efri deildum hálfpartinn í gíslingu í óbreyttu ástandi þó það sé skoðun allra að fjölga leikjum.“ „Þegar lið koma sér saman um það að kjósa gegn framþróun fótboltans þá segir sig sjálft að önnur lið hljóta að stíga upp á móti og klofningur er sterkt orð en það er einhver gjá,“ sagði Páll um stöðuna innan hreyfingarinnar. Aðeins þrjú íslensk lið munu taka þátt í Evrópukeppnum á næstu árum Nú munu aðeins þrjú íslensk lið eiga þátttökurétt í Evrópukeppnum í stað fjögurra eins og áður. Þetta veikir peningastöðu félaganna. „Þetta er sérstaklega slæmt þar sem við erum að endursemja núna um sjónvarpssamningana sem búa til aukið verðmæti á þeim sviðum. Það er voðalega vont að við getum ekki stigið samstíga til verks í þeim efnum og samið um þessu mikilvægu samninga því þetta skiptir bæði máli fyrir efstu deild og líka aðrar deildir og þau lið sem eiga möguleika á að komast upp. Þetta er mjög slæm staða.“ Páll segir að félögin í Pepsi Max deild karla eigi sér ekki lengur málsvara, hann sé ekki að finna hjá íslenskum Toppfótbolta. „Ég hef sjálfur gagnrýnt ÍTF verulega og ekki skilið tilgang samtakanna eins og þau hafa þróast. Eins og samtökin voru keyrð af stað á sínum tíma fyrir rétt rúmum tíu árum síðan voru þetta samtök félaga í efstu deild karla. Síðan þá hefur komið inn efsta deild kvenna sem og næstefsta deild karla og kvenna sem er þess valdandi að þar sem mestu hagsmunirnir eru undir – sem er Pepsi Max deild karla – eru liðin þar alltaf í minnihluta gagnvart öðrum liðum.“ „Hverskonar hagsmunasamtök eru það sem eiga að vera gæta hagsmuna sterkustu og stærstu félaga landsins sem er í rauninni stjórnað af neðri deildum. Við eigum öll okkar málsvara sem er knattspyrnusambandið og Toppfótbolti er hugsað sem hagsmunasamtök efstu deildar karla gagnvart knattspyrnusambandinu. Þegar öll félög sem eru með barna og unglinga eða meistaraflokksstarf eru aðilar að þessum samtökum þá þjónar það engum tilgangi.“ „Ég sagði það um daginn og stend við þið það hvenær sem er að Íslenskur Toppfótbolti þjónar engum tilgangi í dag.“ Félögin sem markaðssetja fótbolta á Íslandi eiga sér engan málsvara „Sem er mjög alvarlegt í dag. Við sjáum í þessari umræðu sem er að eiga sér stað í aðdraganda kosninganna að það eru allir í eiginhagsmunapoti. Að mörgu leyti má segja að við í Toppfótbolta eða lið í efstu deild séum í ákveðnu eiginhagsmunapoti þegar við segjum það að við viljum spila fleiri leiki, fleiri erfiða leiki og fleiri leiki á móti bestu liðum landsins.“ „Á sama tíma endurspeglast framburður þessara liða sem heyrðist hvað hæst í að stytta sér leið upp í efstu deild og það er ekki málefnalegt,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að lokum í spjalli við Stöð 2 og Vísi. Klippa: Vonbrigðin voru það mikil að ég held að menn hafi ekki kosið málefnalega
Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn KSÍ KR Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Sjá meira