Veðja á hvern? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 3. mars 2021 07:32 „Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn,“ segir í auglýsingu Sjálfstæðisflokksins sem blasir við okkur á samfélagsmiðlum þessa dagana. En hvaða einstaklingur er það sem Sjálfstæðisflokkurinn veðjar á? Er það örorkulífeyrisþeginn sem reiðir sig á grunnbætur langt undir lágmarkslaunum og er refsað með himinháum jaðarsköttum í formi tekjutengdra skerðinga þegar hann stígur inn á vinnumarkaðinn? Er það lágtekjufólkið hvers skattbyrði hefur iðulega þyngst þegar flokkurinn fer með lyklavöldin í fjármálaráðuneytinu? Eða veðjar Sjálfstæðisflokkurinn á námsmanninn sem þarf að vinna talsvert meira samhliða námi heldur en námsmenn á hinum Norðurlöndunum vegna lágra framfærslulána og lágs frítekjumarks en er neitað um atvinnuleysistryggingar? Veðjar Sjálfstæðisflokkurinn á fólkið sem hefur misst vinnuna í kórónukreppunni? Formaður flokksins hefur talað fyrir því að atvinnuleysisbótum sé haldið hæfilega lágum svo fólk hafi „nauðsynlegan hvata“ til að vinna. Afleiðingarnar af þeirri stefnu sjáum við í nýlegri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, þar sem fram kemur að helmingur atvinnulausra eigi erfitt með að ná endum saman og meirihlutinn hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu undanfarna mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn veðjar ekki á þetta fólk. Hann veðjar á þá sem þéna best og eiga mest. Forstjórann á ofurlaununum sem getur prísað sig sælan að hvergi á Norðurlöndunum greiðir hátekjufólk jafn lága skatta og á Íslandi. Eiganda stórútgerðarinnar sem greiðir sér hundraðföld árslaun fiskvinnslustarfsmannsins í arð en borgar miklu lægra skatthlutfall af tekjunum sínum en hann. Forréttindaklíkurnar á Íslandi veðja á Sjálfstæðisflokkinn. Að flokkurinn verði áfram við völd og haldi áfram að verja hagsmuni þeirra með kjafti og klóm. Við hin skulum veðja* hvert á annað og samfélagið allt, hjálpast að við að reisa Ísland upp úr kreppunni og vinna markvisst gegn ójafnaðaráhrifum hennar, efla sameiginlegu kerfin okkar jafnvel þótt það kalli á að þyngri byrðar verði lagðar á þá ríkustu og tekjuhæstu, vinna gegn viðvarandi undirmönnun í almannaþjónustu, styðja og valdefla þá sem missa vinnuna og skapa fjölbreytt atvinnutækifæri um allt land. Um þessi grundvallaratriði snúast kosningarnar í haust. * Reyndar leggur óþef af þessu veðmálsmyndmáli. Sá sem „veðjar“ á einhvern væntir þess að hann standi uppi sem sigurvegari í keppni, vinni eða valti yfir einhverja aðra – og þar liggur kannski einmitt grunnstefið í hugmyndafræðinni sem er svo mikilvægt að við höfnum. Við erum miklu sterkari saman. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn,“ segir í auglýsingu Sjálfstæðisflokksins sem blasir við okkur á samfélagsmiðlum þessa dagana. En hvaða einstaklingur er það sem Sjálfstæðisflokkurinn veðjar á? Er það örorkulífeyrisþeginn sem reiðir sig á grunnbætur langt undir lágmarkslaunum og er refsað með himinháum jaðarsköttum í formi tekjutengdra skerðinga þegar hann stígur inn á vinnumarkaðinn? Er það lágtekjufólkið hvers skattbyrði hefur iðulega þyngst þegar flokkurinn fer með lyklavöldin í fjármálaráðuneytinu? Eða veðjar Sjálfstæðisflokkurinn á námsmanninn sem þarf að vinna talsvert meira samhliða námi heldur en námsmenn á hinum Norðurlöndunum vegna lágra framfærslulána og lágs frítekjumarks en er neitað um atvinnuleysistryggingar? Veðjar Sjálfstæðisflokkurinn á fólkið sem hefur misst vinnuna í kórónukreppunni? Formaður flokksins hefur talað fyrir því að atvinnuleysisbótum sé haldið hæfilega lágum svo fólk hafi „nauðsynlegan hvata“ til að vinna. Afleiðingarnar af þeirri stefnu sjáum við í nýlegri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, þar sem fram kemur að helmingur atvinnulausra eigi erfitt með að ná endum saman og meirihlutinn hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu undanfarna mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn veðjar ekki á þetta fólk. Hann veðjar á þá sem þéna best og eiga mest. Forstjórann á ofurlaununum sem getur prísað sig sælan að hvergi á Norðurlöndunum greiðir hátekjufólk jafn lága skatta og á Íslandi. Eiganda stórútgerðarinnar sem greiðir sér hundraðföld árslaun fiskvinnslustarfsmannsins í arð en borgar miklu lægra skatthlutfall af tekjunum sínum en hann. Forréttindaklíkurnar á Íslandi veðja á Sjálfstæðisflokkinn. Að flokkurinn verði áfram við völd og haldi áfram að verja hagsmuni þeirra með kjafti og klóm. Við hin skulum veðja* hvert á annað og samfélagið allt, hjálpast að við að reisa Ísland upp úr kreppunni og vinna markvisst gegn ójafnaðaráhrifum hennar, efla sameiginlegu kerfin okkar jafnvel þótt það kalli á að þyngri byrðar verði lagðar á þá ríkustu og tekjuhæstu, vinna gegn viðvarandi undirmönnun í almannaþjónustu, styðja og valdefla þá sem missa vinnuna og skapa fjölbreytt atvinnutækifæri um allt land. Um þessi grundvallaratriði snúast kosningarnar í haust. * Reyndar leggur óþef af þessu veðmálsmyndmáli. Sá sem „veðjar“ á einhvern væntir þess að hann standi uppi sem sigurvegari í keppni, vinni eða valti yfir einhverja aðra – og þar liggur kannski einmitt grunnstefið í hugmyndafræðinni sem er svo mikilvægt að við höfnum. Við erum miklu sterkari saman. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun