Leita að nýra fyrir Glóð: „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2021 22:21 Glóð Jónsdóttir er nítján ára og glímir við mikla nýrnabilun og skert lífsgæði þess vegna. Hér má sjá myndir af henni auk myndar af henni, Selmu móður hennar og barnabarni Selmu. „Ég spurði lækninn hvað fólk gerði. Hvort það væri jafnvel að auglýsa eftir nýra á Facebook og hann sagði já. Fólk gerir það, þannig að við ákváðum að prufa,“ segir Selma Dan Stefánsdóttir, sem í kvöld birti færslu á Facebook þar sem hún auglýsir eftir nýra fyrir dóttur sína, Glóð. Glóð, sem er nítján ára gömul, var fyrirburi og fæddist með nýrnabilun sem veldur því að hún er með eitt nýra og það er með einungis tólf prósentu virkni. Lífsgæði Glóðar eru verulega skert vegna þessa og glímir hún við ýmsa kvilla eins og þreytu og orkuleysi. Selma segir að fjölskyldan hafi alltaf vitað að það kæmi að þessu. Sjúkdómur Glóðar er nú á lokastigi sem felur í sér að lyfjagjöf er hætt að virka sem skyldi og nýrað hætt að ráða við að hreinsa blóð hennar. Verulega skert lífsgæði Vegna orkuleysisins og annarra fylgikvilla segir Selma að Glóð búi við verulega skert lífsgæði en veikindin séu eiginlega ósýnileg. „Hún var rosalega dugleg og kláraði menntaskólann í vetur, þrátt fyrir sín veikindi. Hún lét ekkert stoppa sig,“ segir Selma. Fái Glóð ekki nýtt nýra þyrfti hún að fara í blóðskiljun, tvisvar til þrisvar í viku, nokkra klukkutíma í senn, auk þess sem hún myndi glíma áfram við alla heilsukvillana. Þar til á endanum hún gæti mögulega fengið nýra frá látnum einstaklingi og þá að öllum líkindum í Svíþjóð, samkvæmt Selmu. Ómögulegt er þó að segja til um hvenær það gæti gerst. Selma segir viðtökurnar við færslu hennar hafa verið mjög góðar. Það sé þó ekki hægt ljóst hve margir muni setja sig í samband við ígræðsludeild Landspítalans og láta skoða sig. Við o skum eftir ny ra fyrir Glo ð okkar. Glo ð Jo nsdo ttir er tæplega tvi tug stu lka sem fæddist 3 ma nuðum fyrir...Posted by Selma Dan Stefánsdóttir on Monday, 8 March 2021 Ferlið við það að gefa nýra yrði tiltölulega langt og tæki allavega níu mánuði, þó aðgerðin sjálf tæki bara nokkra klukkutíma. Gjafinn þyrfti að vera í blóðflokki sem passar við AB+ blóðflokk Glóðar, með enga undirliggjandi sjúkdóma og þyrfti að vera andlega undirbúinn fyrir ferlið. „Andlega, líkamlega og allt. Þú þarft að vera tilbúinn í þetta verkefni með okkur,“ segir Selma. „Við vonumst til að fá góð viðbrögð og að fólk þori. Þú getur lifað mjög góðu lífi með eitt nýra. Þú getur það ekki með ekkert nýra.“ „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar, svo hún verði eins og hvert annað ungmenni.“ Heilbrigðismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Glóð, sem er nítján ára gömul, var fyrirburi og fæddist með nýrnabilun sem veldur því að hún er með eitt nýra og það er með einungis tólf prósentu virkni. Lífsgæði Glóðar eru verulega skert vegna þessa og glímir hún við ýmsa kvilla eins og þreytu og orkuleysi. Selma segir að fjölskyldan hafi alltaf vitað að það kæmi að þessu. Sjúkdómur Glóðar er nú á lokastigi sem felur í sér að lyfjagjöf er hætt að virka sem skyldi og nýrað hætt að ráða við að hreinsa blóð hennar. Verulega skert lífsgæði Vegna orkuleysisins og annarra fylgikvilla segir Selma að Glóð búi við verulega skert lífsgæði en veikindin séu eiginlega ósýnileg. „Hún var rosalega dugleg og kláraði menntaskólann í vetur, þrátt fyrir sín veikindi. Hún lét ekkert stoppa sig,“ segir Selma. Fái Glóð ekki nýtt nýra þyrfti hún að fara í blóðskiljun, tvisvar til þrisvar í viku, nokkra klukkutíma í senn, auk þess sem hún myndi glíma áfram við alla heilsukvillana. Þar til á endanum hún gæti mögulega fengið nýra frá látnum einstaklingi og þá að öllum líkindum í Svíþjóð, samkvæmt Selmu. Ómögulegt er þó að segja til um hvenær það gæti gerst. Selma segir viðtökurnar við færslu hennar hafa verið mjög góðar. Það sé þó ekki hægt ljóst hve margir muni setja sig í samband við ígræðsludeild Landspítalans og láta skoða sig. Við o skum eftir ny ra fyrir Glo ð okkar. Glo ð Jo nsdo ttir er tæplega tvi tug stu lka sem fæddist 3 ma nuðum fyrir...Posted by Selma Dan Stefánsdóttir on Monday, 8 March 2021 Ferlið við það að gefa nýra yrði tiltölulega langt og tæki allavega níu mánuði, þó aðgerðin sjálf tæki bara nokkra klukkutíma. Gjafinn þyrfti að vera í blóðflokki sem passar við AB+ blóðflokk Glóðar, með enga undirliggjandi sjúkdóma og þyrfti að vera andlega undirbúinn fyrir ferlið. „Andlega, líkamlega og allt. Þú þarft að vera tilbúinn í þetta verkefni með okkur,“ segir Selma. „Við vonumst til að fá góð viðbrögð og að fólk þori. Þú getur lifað mjög góðu lífi með eitt nýra. Þú getur það ekki með ekkert nýra.“ „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar, svo hún verði eins og hvert annað ungmenni.“
Heilbrigðismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira