Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2021 12:01 Virknin í morgun var í grennd við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Virknin í morgun er staðbundin syðst í kvikuganginum við Fagradalsfjall og er líklega til marks um stækkun gangsins að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu og höfðu á ellefta tímanum í morgun mælst 1200 skjálftar frá miðnætti. Óróakviðan var sú þriðja sem hefur mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kvikan sé á um eins kílómetra dýpi. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir kvikuganginn hafa þrjá möguleika til þess að vaxa frekar. „Hann getur vaxið upp, það er að segja að kvikan getur komist nær yfirborði. Hann getur vaxið til hliðar og svo getur hann gildnað. Það er erfitt að segja hvað er að gerast á hverjum tíma eða hvort allar þessar þrjár hreyfingar séu í gangi á sama tíma en það er ósköp eðlilegt ef að streymið heldur áfram þarna inn að það þokist þá nær yfirborði,“ segir Halldór. Virknin þar sem líklegast er að kvikan kæmi upp Búast má við því að virkni á svæðinu verði áfram kaflaskipt með jarðskjálftavirkni og óróakviðum sambærilegum þeim sem mældust í morgun á meðan kvikugangurinn stækkar. Virknin í morgun er á þeim stað þar sem líklegast er að kvika gæti komið upp á yfirborðið. „Ef það hækkar um einn kílómetra á kviku í ganginum þá er það mjög mikil aukning í vökvaþrýstingi ef við getum talað um það. Þá er auðveldara fyrir ganginn að leita til hliðar þannig að það þarf ekki að þýða að það fari allt saman upp,“ segir Halldór Svo kallaðir gikkskjálftar ollu snörpum hreyfingum um helgina og var stærsti jarðskjálftinn aðfaranótt sunnudags fimm að stærð. Spenna hefur myndast við sitthvorn enda kvikugangsins og áfram má búast við skjálftum vegna spennulosunar á svæðinu. Kort frá Veðurstofu Ísland um skjálftavirkni vegna spennubreytinga við sitthvorn enda kvikugangsins.Veðurstofa Íslands „Ef að kvikan kemst upp á yfirborðið þá verður hún að hrauni þannig að þetta verður samskonar efni og er í hraununum og jafnvel í móbergsfellunum sem eru þarna í kring. En þetta er enn þá bara í fljótandi formi ofan í skorpunni en storknar líka með tíma. Ef þetta nær, á þessu svæði, einhvern tímann upp á yfirborðið, sem er alls ekkert víst, að þá væntanlega kemur hraunflæði,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Virknin í morgun er staðbundin syðst í kvikuganginum við Fagradalsfjall og er líklega til marks um stækkun gangsins að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu og höfðu á ellefta tímanum í morgun mælst 1200 skjálftar frá miðnætti. Óróakviðan var sú þriðja sem hefur mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kvikan sé á um eins kílómetra dýpi. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir kvikuganginn hafa þrjá möguleika til þess að vaxa frekar. „Hann getur vaxið upp, það er að segja að kvikan getur komist nær yfirborði. Hann getur vaxið til hliðar og svo getur hann gildnað. Það er erfitt að segja hvað er að gerast á hverjum tíma eða hvort allar þessar þrjár hreyfingar séu í gangi á sama tíma en það er ósköp eðlilegt ef að streymið heldur áfram þarna inn að það þokist þá nær yfirborði,“ segir Halldór. Virknin þar sem líklegast er að kvikan kæmi upp Búast má við því að virkni á svæðinu verði áfram kaflaskipt með jarðskjálftavirkni og óróakviðum sambærilegum þeim sem mældust í morgun á meðan kvikugangurinn stækkar. Virknin í morgun er á þeim stað þar sem líklegast er að kvika gæti komið upp á yfirborðið. „Ef það hækkar um einn kílómetra á kviku í ganginum þá er það mjög mikil aukning í vökvaþrýstingi ef við getum talað um það. Þá er auðveldara fyrir ganginn að leita til hliðar þannig að það þarf ekki að þýða að það fari allt saman upp,“ segir Halldór Svo kallaðir gikkskjálftar ollu snörpum hreyfingum um helgina og var stærsti jarðskjálftinn aðfaranótt sunnudags fimm að stærð. Spenna hefur myndast við sitthvorn enda kvikugangsins og áfram má búast við skjálftum vegna spennulosunar á svæðinu. Kort frá Veðurstofu Ísland um skjálftavirkni vegna spennubreytinga við sitthvorn enda kvikugangsins.Veðurstofa Íslands „Ef að kvikan kemst upp á yfirborðið þá verður hún að hrauni þannig að þetta verður samskonar efni og er í hraununum og jafnvel í móbergsfellunum sem eru þarna í kring. En þetta er enn þá bara í fljótandi formi ofan í skorpunni en storknar líka með tíma. Ef þetta nær, á þessu svæði, einhvern tímann upp á yfirborðið, sem er alls ekkert víst, að þá væntanlega kemur hraunflæði,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17
Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54