Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2021 12:01 Virknin í morgun var í grennd við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Virknin í morgun er staðbundin syðst í kvikuganginum við Fagradalsfjall og er líklega til marks um stækkun gangsins að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu og höfðu á ellefta tímanum í morgun mælst 1200 skjálftar frá miðnætti. Óróakviðan var sú þriðja sem hefur mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kvikan sé á um eins kílómetra dýpi. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir kvikuganginn hafa þrjá möguleika til þess að vaxa frekar. „Hann getur vaxið upp, það er að segja að kvikan getur komist nær yfirborði. Hann getur vaxið til hliðar og svo getur hann gildnað. Það er erfitt að segja hvað er að gerast á hverjum tíma eða hvort allar þessar þrjár hreyfingar séu í gangi á sama tíma en það er ósköp eðlilegt ef að streymið heldur áfram þarna inn að það þokist þá nær yfirborði,“ segir Halldór. Virknin þar sem líklegast er að kvikan kæmi upp Búast má við því að virkni á svæðinu verði áfram kaflaskipt með jarðskjálftavirkni og óróakviðum sambærilegum þeim sem mældust í morgun á meðan kvikugangurinn stækkar. Virknin í morgun er á þeim stað þar sem líklegast er að kvika gæti komið upp á yfirborðið. „Ef það hækkar um einn kílómetra á kviku í ganginum þá er það mjög mikil aukning í vökvaþrýstingi ef við getum talað um það. Þá er auðveldara fyrir ganginn að leita til hliðar þannig að það þarf ekki að þýða að það fari allt saman upp,“ segir Halldór Svo kallaðir gikkskjálftar ollu snörpum hreyfingum um helgina og var stærsti jarðskjálftinn aðfaranótt sunnudags fimm að stærð. Spenna hefur myndast við sitthvorn enda kvikugangsins og áfram má búast við skjálftum vegna spennulosunar á svæðinu. Kort frá Veðurstofu Ísland um skjálftavirkni vegna spennubreytinga við sitthvorn enda kvikugangsins.Veðurstofa Íslands „Ef að kvikan kemst upp á yfirborðið þá verður hún að hrauni þannig að þetta verður samskonar efni og er í hraununum og jafnvel í móbergsfellunum sem eru þarna í kring. En þetta er enn þá bara í fljótandi formi ofan í skorpunni en storknar líka með tíma. Ef þetta nær, á þessu svæði, einhvern tímann upp á yfirborðið, sem er alls ekkert víst, að þá væntanlega kemur hraunflæði,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Virknin í morgun er staðbundin syðst í kvikuganginum við Fagradalsfjall og er líklega til marks um stækkun gangsins að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu og höfðu á ellefta tímanum í morgun mælst 1200 skjálftar frá miðnætti. Óróakviðan var sú þriðja sem hefur mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kvikan sé á um eins kílómetra dýpi. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir kvikuganginn hafa þrjá möguleika til þess að vaxa frekar. „Hann getur vaxið upp, það er að segja að kvikan getur komist nær yfirborði. Hann getur vaxið til hliðar og svo getur hann gildnað. Það er erfitt að segja hvað er að gerast á hverjum tíma eða hvort allar þessar þrjár hreyfingar séu í gangi á sama tíma en það er ósköp eðlilegt ef að streymið heldur áfram þarna inn að það þokist þá nær yfirborði,“ segir Halldór. Virknin þar sem líklegast er að kvikan kæmi upp Búast má við því að virkni á svæðinu verði áfram kaflaskipt með jarðskjálftavirkni og óróakviðum sambærilegum þeim sem mældust í morgun á meðan kvikugangurinn stækkar. Virknin í morgun er á þeim stað þar sem líklegast er að kvika gæti komið upp á yfirborðið. „Ef það hækkar um einn kílómetra á kviku í ganginum þá er það mjög mikil aukning í vökvaþrýstingi ef við getum talað um það. Þá er auðveldara fyrir ganginn að leita til hliðar þannig að það þarf ekki að þýða að það fari allt saman upp,“ segir Halldór Svo kallaðir gikkskjálftar ollu snörpum hreyfingum um helgina og var stærsti jarðskjálftinn aðfaranótt sunnudags fimm að stærð. Spenna hefur myndast við sitthvorn enda kvikugangsins og áfram má búast við skjálftum vegna spennulosunar á svæðinu. Kort frá Veðurstofu Ísland um skjálftavirkni vegna spennubreytinga við sitthvorn enda kvikugangsins.Veðurstofa Íslands „Ef að kvikan kemst upp á yfirborðið þá verður hún að hrauni þannig að þetta verður samskonar efni og er í hraununum og jafnvel í móbergsfellunum sem eru þarna í kring. En þetta er enn þá bara í fljótandi formi ofan í skorpunni en storknar líka með tíma. Ef þetta nær, á þessu svæði, einhvern tímann upp á yfirborðið, sem er alls ekkert víst, að þá væntanlega kemur hraunflæði,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17
Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54