Segja það hafa verið mistök að greiða Rúmenunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2021 20:25 Í yfirlýsingu frá Vinnumálastofnun segir að stofnunin hafi enga afstöðu tekið til málaferla Eflingar gegn Eldum rétt og Menn í vinnu. Vísir/Hanna Andrésdóttir Það var yfirsjón hjá Vinnumálastofnun að greiða kröfur starfsmanna í þrotabú Manna í vinnu, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni, og verður málsmeðferð greiðslnanna tekin til endurskoðunar hjá stofnuninni, þar sem hún virðist ekki í samræmi við lög. Efling lýsti því yfir í dag að Ábyrgðasjóður launa hefði fallist á að greiða vangreidd laun til fjögurra félagsmanna sem unnu hjá Eldum rétt, á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Þar væri um að ræða fjórar greiðslur á bilinu 120 til 195 þúsund krónur. Sjá einnig: Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“ Kröfurnar voru til komnar vegna frádráttar af launum félagsmannanna fjögurra. Efling hélt því fram að sá frádráttur hefði verið ólögmætur í málshöfðun gegn Eldum rétt og Menn í vinnu en í dómi héraðsdóms frá því í síðasta mánuði kom fram að félagsmennirnir fjórir, sem eru frá Rúmeníu, hefðu skrifað undir ráðningarsamning þar sem fram kom að hægt væri að draga frá launum þeirra kostnað MIV vegna flugmiða til Íslands, ógreiddrar leigu og annars. Máli Eflingar var vísað frá dómi og stéttarfélaginu gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað. Í tilkynningu frá Eflingu sagði að Ábyrgðasjóður launa hefði með greiðslunum viðurkennt að frádrátturinn hefði verið ólögmætur og því ætlaði Efling ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Í yfirlýsingu frá Vinnumálastofnun segir að stofnunin hafi enga afstöðu tekið til málaferlanna. Kröfurnar hafi verið afgreiddar í samræmi við samþykki skiptastjóra þrotabús Menn í vinnu sem lá fyrir síðasta haust. Tilefni hafi verið til að endurskoða þá afgreiðslu vegna dóms héraðsdóms og það hafi verið yfirsjón að gera það ekki. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira
Efling lýsti því yfir í dag að Ábyrgðasjóður launa hefði fallist á að greiða vangreidd laun til fjögurra félagsmanna sem unnu hjá Eldum rétt, á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Þar væri um að ræða fjórar greiðslur á bilinu 120 til 195 þúsund krónur. Sjá einnig: Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“ Kröfurnar voru til komnar vegna frádráttar af launum félagsmannanna fjögurra. Efling hélt því fram að sá frádráttur hefði verið ólögmætur í málshöfðun gegn Eldum rétt og Menn í vinnu en í dómi héraðsdóms frá því í síðasta mánuði kom fram að félagsmennirnir fjórir, sem eru frá Rúmeníu, hefðu skrifað undir ráðningarsamning þar sem fram kom að hægt væri að draga frá launum þeirra kostnað MIV vegna flugmiða til Íslands, ógreiddrar leigu og annars. Máli Eflingar var vísað frá dómi og stéttarfélaginu gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað. Í tilkynningu frá Eflingu sagði að Ábyrgðasjóður launa hefði með greiðslunum viðurkennt að frádrátturinn hefði verið ólögmætur og því ætlaði Efling ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Í yfirlýsingu frá Vinnumálastofnun segir að stofnunin hafi enga afstöðu tekið til málaferlanna. Kröfurnar hafi verið afgreiddar í samræmi við samþykki skiptastjóra þrotabús Menn í vinnu sem lá fyrir síðasta haust. Tilefni hafi verið til að endurskoða þá afgreiðslu vegna dóms héraðsdóms og það hafi verið yfirsjón að gera það ekki.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira