Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá ákvörðun sóttvarnalæknis um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna mögulegra aukaverkana. Við ræðum einnig við yfirlækni ónæmislækninga á Landspítalanum um málið sem og forstjóra Lyfjastofnunar Íslands.

Heitar umræður spunnust um meintan trúnaðarbrest og þvinganir á Alþingi í dag vegna yfirtöku ríkisins á rekstri hjúkrunarheimila. Heimir Már Pétursson fréttamaður hefur fylgst með málinu í dag og mun greina kjarnann frá hisminu.

Fylgst verður með helstu vendingum á jarðhræringum á Reykjanesskaganum en enn eru taldar líkur á gosi við sunnanvert Fagradalsfjall. Fornleifafræðingar leggja dag og nótt við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×