Ólíklegt að sprungan nái til sjávar með tilheyrandi öskugosi Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 14:47 Vísbendingar eru um að syðsti endi kvikugangsins liggi nú við dalinn Nátthaga, suður af Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að gossprunga sem opnast suður af Fagradalsfjalli nái til sjávar ef horft er til gossögunnar og jarðfræðirannsókna á svæðinu. Eins og staðan er núna er því ósennilegt að það gjósi neðansjávar með tilheyrandi öskugosi, að sögn vísindaráðs almannavarna. Skjálftavirkni nær nú upp af dalnum Nátthaga suður af Fagradalsfjalli sem gefur vísbendingar um að þar liggi syðsti endi kvikugangsins. Þetta kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna sem fram fór í dag. Gögn sýna að kvikugangurinn heldur áfram að stækka en nokkur óvissa er um hversu hratt kvikuflæðið er. Síðustu daga hafa gögn bent til þess að kvikugangurinn hafi verið að færast í átt að suðurströndinni en nýjustu mælingar benda ekki til að gangurinn hafi færst að ráði síðasta sólarhringinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Líkt og fram hefur komið þarf að gera ráð fyrir því að það geti gosið á svæðinu á meðan kvikugangurinn heldur áfram að stækka. „Eftir því sem núverandi ástand varir lengur aukast líkur á gosi.“ Hafa bætt við mælistöðvum vegna mögulegrar gasmengunar Mikil skjálftavirkni hefur verið upp af dalnum Nátthaga frá miðnætti og klukkan 7.43 í morgun mældist skjálfti á svæðinu sem var 5,0 að stærð. Farið var yfir mögulega gasmengun ef kemur til goss á fundi vísindaráðs Almannavarna. Fór Umhverfisstofnun yfir þau mælitæki sem komið hefur verið fyrir til að fylgjast með mögulegri gasmengun, sem væri til dæmis í formi brennisteinsdíoxíðs (SO2). Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst.Vísir „Áður en þessar hræringar hófust var aðeins ein mælistöð á Reykjanesskaga sem mældi SO2 en það var stöð HS Orku í Grindavík. Umhverfisstofnun hefur sett upp tvo mæla til viðbótar, einn í Vogum og annan í Njarðvík og unnið er að því að fjölga enn frekar mælum í Reykjanesbæ til að fylgjast með styrk SO2,“ segir í tilkynningu. Þá hefur Veðurstofan sett upp dreifilíkan sem spáir fyrir um dreifingu gasmengunar út frá veðurspá hverju sinni. Með mælingum og dreifilíkaninu er hægt að meta áhrif mengunar af völdum mögulegs goss á íbúa á svæðinu og senda í framhaldinu út tilkynningar með skilaboðum um viðeigandi viðbrögð. Fréttin hefur verið uppfærð. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bein útsending af Fagradalsfjalli Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur kvika brotið sér leið í átt að yfirborði jarðar. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu þar sem hægt er fylgjast með óróasvæðinu. 11. mars 2021 18:48 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Fylgst með úr öllum áttum Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst síðasta sólarhringinn. Fornleifafræðingar leggja nótt við dag við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun. 11. mars 2021 18:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Skjálftavirkni nær nú upp af dalnum Nátthaga suður af Fagradalsfjalli sem gefur vísbendingar um að þar liggi syðsti endi kvikugangsins. Þetta kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna sem fram fór í dag. Gögn sýna að kvikugangurinn heldur áfram að stækka en nokkur óvissa er um hversu hratt kvikuflæðið er. Síðustu daga hafa gögn bent til þess að kvikugangurinn hafi verið að færast í átt að suðurströndinni en nýjustu mælingar benda ekki til að gangurinn hafi færst að ráði síðasta sólarhringinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Líkt og fram hefur komið þarf að gera ráð fyrir því að það geti gosið á svæðinu á meðan kvikugangurinn heldur áfram að stækka. „Eftir því sem núverandi ástand varir lengur aukast líkur á gosi.“ Hafa bætt við mælistöðvum vegna mögulegrar gasmengunar Mikil skjálftavirkni hefur verið upp af dalnum Nátthaga frá miðnætti og klukkan 7.43 í morgun mældist skjálfti á svæðinu sem var 5,0 að stærð. Farið var yfir mögulega gasmengun ef kemur til goss á fundi vísindaráðs Almannavarna. Fór Umhverfisstofnun yfir þau mælitæki sem komið hefur verið fyrir til að fylgjast með mögulegri gasmengun, sem væri til dæmis í formi brennisteinsdíoxíðs (SO2). Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst.Vísir „Áður en þessar hræringar hófust var aðeins ein mælistöð á Reykjanesskaga sem mældi SO2 en það var stöð HS Orku í Grindavík. Umhverfisstofnun hefur sett upp tvo mæla til viðbótar, einn í Vogum og annan í Njarðvík og unnið er að því að fjölga enn frekar mælum í Reykjanesbæ til að fylgjast með styrk SO2,“ segir í tilkynningu. Þá hefur Veðurstofan sett upp dreifilíkan sem spáir fyrir um dreifingu gasmengunar út frá veðurspá hverju sinni. Með mælingum og dreifilíkaninu er hægt að meta áhrif mengunar af völdum mögulegs goss á íbúa á svæðinu og senda í framhaldinu út tilkynningar með skilaboðum um viðeigandi viðbrögð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bein útsending af Fagradalsfjalli Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur kvika brotið sér leið í átt að yfirborði jarðar. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu þar sem hægt er fylgjast með óróasvæðinu. 11. mars 2021 18:48 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Fylgst með úr öllum áttum Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst síðasta sólarhringinn. Fornleifafræðingar leggja nótt við dag við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun. 11. mars 2021 18:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Bein útsending af Fagradalsfjalli Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur kvika brotið sér leið í átt að yfirborði jarðar. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu þar sem hægt er fylgjast með óróasvæðinu. 11. mars 2021 18:48
Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Fylgst með úr öllum áttum Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst síðasta sólarhringinn. Fornleifafræðingar leggja nótt við dag við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun. 11. mars 2021 18:31