Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Ríkisstjórnin tilkynnti í dag að þeir sem búa utan Schengen svæðisins geti ferðast til Íslands ef þeir hafa gild bólusetningar- eða mótefnavottorð. 

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í ferðaþjónustunni sem fagnar að geta boðið ferðamönnum frá t.d. Bandaríkjunum, Bretlandi og Asíu til landsins í sumar. Íslandsstofa er nú þegar farin af stað með öfluga markaðsherferð.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Á Alþingi var fjallað um um áhrif kórónuveirufaraldursins á fjölda atvinnulausra og aðgerðir vegna þeirra. Heimir Már fjallar um það helsta frá Alþingi í dag.

      Í fréttatímanum höldum við áfram að fjalla um jarðhræringar á Reykjanesinu og fáum að vita allt um kvikuhreyfingar á mannamáli.

      Tekin verður staðan á bóluefni AstraZenica en fjölmörg Evrópulönd hafa stöðvað notkun þess og við hittum eldhressan sundgarp á Selfossi á níræðisaldri.

      Þetta og margt fleira í fjölbreyttum fréttatíma á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30

      Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×