„Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið sáttir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2021 07:01 Emil Hallfreðsson í leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann ræddi við Reykjavík síðdegis um stöðu mála á Ítalíu þar sem býr en þar eru að greinast allt að 25 þúsund smit af Covid-19 á dag. Vísir/Vilhelm Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Padova í C-deildinni á Ítalíu, ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna á Ítalíu vegna kórónuveirunnar. Emil býr í Verona með fjölskyldu sinni og eðlilega hefur þetta mikil áhrif á líf þeirra allra. „ Fólk er orðið svolítið þreytt á þessu, eðlilega. Þetta er búið að taka á Ítalann. Þetta skánaði í janúar til febrúar, smitum fækkaði verulega svo þeir léttu aðeins á reglum. Um leið og þeir gerðu það fór þetta allt aftur til baka og smitunum fór að fjölga.“ „Síðustu daga er búið að vera í kringum 25 þúsund ný smit á hverjum einasta degi og það eru milli 300 og 400 manns að deyja daglega svo þetta er eiginlega bara alveg ömurlegt,“ sagði Emil aðspurður hvernig staðan væri á Ítalíu og hvernig fólki liði. „Verona er líka í þessu „red zone“ eins og margar sýslur. Það er hálfgert útgöngubann, í fyrra mátti ekki fara út úr húsi en núna má fara út og labba úti með börnin. Þó skólarnir séu lokaðir þá eru leikvellir í hverfinu sem krakkar mega fara á. Fólk þarf bara að passa sig að halda smá fjarlægð og svoleiðis.“ „Þetta er ekki jafn slæmt og þetta var í fyrra þó þetta sé ekkert mjög skemmtilegt. Mér finnst samt jákvæður andi í fólki og fólk er miklu jákvæðara núna heldur en í fyrra. Aðallega út af bólefnafréttum og ég tel að fólk trúi að þetta sé að fara enda. Ég trúi allavega ekki öðru en þetta sé að fara enda.“ „Vegna vinnu máttu fara á milli staða. Ég þarf að vera með upp á skrifað blað – ef ég er stoppaður, því lögreglan er að stöðva fólk – frá félaginu að ég sé á leið á æfingu. Svo má ég fara aftur til baka, til Verona, þar sem ég er með lögheimili þar. Það má alltaf fara til baka þar sem maður er með lögheimili.“ „Held það sé búið að bólusetja tæpar þrjár milljónir á Ítalíu nú þegar. Það gengur aðeins hægar en fólk var að vonast eftir. Ég var að lesa um daginn að það væru jákvæðar fréttir með það líka svo ég held það sé ekki annað hægt en að líta á þessa jákvæðu hluti líka og vona að þetta sé allt að fara gerast, að þetta fari að taka enda.“ „Það má segja það. Veðrið í dag myndi kallast gott sumarveður á Íslandi held ég. Átján gráður og sól. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Emil er hann var spurður út í veðrið. „Íslendingar lifa næstum bara eðlilegu lífi virðist vera. Á meðan hér geta börn ekki farið í skóla, það gerir mörgum erfitt fyrir með vinnu og allt það. Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið nokkuð sáttir eða bara mjög sáttir miðað við hvernig gengur heima á Íslandi,“ sagði Emil Hallfreðsson að lokum í spjalli sínu við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hinn 36 ára gamli Emil á að baki farsælan feril á Ítalíu þar sem hann hefur spilað með liðum á borð við Hellas Verona og Udinese. Hann hefur alls leikið 73 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim eitt mark. Hann var þó ekki spurður út í komandi landsleiki Íslands og hvort hann væri í myndinni hjá nýjum landsliðsþjálfara. Fótbolti Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
„ Fólk er orðið svolítið þreytt á þessu, eðlilega. Þetta er búið að taka á Ítalann. Þetta skánaði í janúar til febrúar, smitum fækkaði verulega svo þeir léttu aðeins á reglum. Um leið og þeir gerðu það fór þetta allt aftur til baka og smitunum fór að fjölga.“ „Síðustu daga er búið að vera í kringum 25 þúsund ný smit á hverjum einasta degi og það eru milli 300 og 400 manns að deyja daglega svo þetta er eiginlega bara alveg ömurlegt,“ sagði Emil aðspurður hvernig staðan væri á Ítalíu og hvernig fólki liði. „Verona er líka í þessu „red zone“ eins og margar sýslur. Það er hálfgert útgöngubann, í fyrra mátti ekki fara út úr húsi en núna má fara út og labba úti með börnin. Þó skólarnir séu lokaðir þá eru leikvellir í hverfinu sem krakkar mega fara á. Fólk þarf bara að passa sig að halda smá fjarlægð og svoleiðis.“ „Þetta er ekki jafn slæmt og þetta var í fyrra þó þetta sé ekkert mjög skemmtilegt. Mér finnst samt jákvæður andi í fólki og fólk er miklu jákvæðara núna heldur en í fyrra. Aðallega út af bólefnafréttum og ég tel að fólk trúi að þetta sé að fara enda. Ég trúi allavega ekki öðru en þetta sé að fara enda.“ „Vegna vinnu máttu fara á milli staða. Ég þarf að vera með upp á skrifað blað – ef ég er stoppaður, því lögreglan er að stöðva fólk – frá félaginu að ég sé á leið á æfingu. Svo má ég fara aftur til baka, til Verona, þar sem ég er með lögheimili þar. Það má alltaf fara til baka þar sem maður er með lögheimili.“ „Held það sé búið að bólusetja tæpar þrjár milljónir á Ítalíu nú þegar. Það gengur aðeins hægar en fólk var að vonast eftir. Ég var að lesa um daginn að það væru jákvæðar fréttir með það líka svo ég held það sé ekki annað hægt en að líta á þessa jákvæðu hluti líka og vona að þetta sé allt að fara gerast, að þetta fari að taka enda.“ „Það má segja það. Veðrið í dag myndi kallast gott sumarveður á Íslandi held ég. Átján gráður og sól. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Emil er hann var spurður út í veðrið. „Íslendingar lifa næstum bara eðlilegu lífi virðist vera. Á meðan hér geta börn ekki farið í skóla, það gerir mörgum erfitt fyrir með vinnu og allt það. Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið nokkuð sáttir eða bara mjög sáttir miðað við hvernig gengur heima á Íslandi,“ sagði Emil Hallfreðsson að lokum í spjalli sínu við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hinn 36 ára gamli Emil á að baki farsælan feril á Ítalíu þar sem hann hefur spilað með liðum á borð við Hellas Verona og Udinese. Hann hefur alls leikið 73 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim eitt mark. Hann var þó ekki spurður út í komandi landsleiki Íslands og hvort hann væri í myndinni hjá nýjum landsliðsþjálfara.
Fótbolti Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira