Yfir og allt um kring Hólmfríður Árnadóttir skrifar 19. mars 2021 09:30 Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Að læra meir í dag en í gær er ósjaldan söngur sem sunginn er. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa vel að umhverfi og aðbúnaði nemenda. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru. Þó að oft hafi kreppt að okkur Suðurnesjamönnum í atvinnu, höfum við undafarin ár blómstrað þegar kemur að fjölbreytni, nýsköpun og metnaði er varðar menntun. Það sýna leikskólar líkt og leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ með Orðaspjallinu góða og Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík sem hlúir nú að börnum og starfsfólki á einstakan hátt í umbrotinu öllu að öðrum frábærum leikskólum ólöstuðum. Grunnskólastarf í kjördæminu er afar metnaðarfullt og stöðugt hugað að tækninýjungum líkt og í Vallaskóla á Selfossi og þörfum og þroska nemenda líkt og í Sandgerðisskóla í Suðurnesjabæ svo dæmi séu tekin. Þá eru Selfyssingar stórhuga og reisa nýjan skóla í anda stefnu Norðurlanda þar sem skólinn rís fyrst og svo kemur byggðin, þá er skólinn nefnilega tilbúinn þegar flutt er í hverfið. Framhaldsskólarnir á svæðinu eru ólíkir en einstakir og verður gaman að fylgjast með enn frekari þróun og hugmyndum Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu, þar er mikil frjósemi í hönnun brauta og mati á námi nemenda og þá eru FSu og FS stöðugt að hanna námsleiðir út frá þörfum sinna nemendahópa. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík er einstakur, þar er haldið einstaklega vel utan um nemendur og ófáir sem þaðan hafa útskrifast með aukið sjálfstraust og metnað til frekari hluta. Keilir, miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs er svo enn einn demanturinn í höfuðdjásni kjördæmisins. Þar er óþrjótandi stórhugur og stöðugt verið að sækja á ný mið líkt og með nýja flugklasanum og framhaldsnámi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð og enginn hissa þó listadeild bættist við þá flóru enda Suðurnesin vagga menningar og lista með fjölmarga metnaðarfulla tónlistarskóla sem alið hafa af sér hvert tónlistarséníið á fætur öðru líkt og OMAM og Valdimar okkar svo rétt sé tæpt á. Ekki er allt upp talið, símenntunarmiðstöðvar líkt og MSS í Reykjanesbæ eru afar öflugar og eru nú í kófinu að grípa hundruði atvinnuleitendur sem vilja ná sér í uppfærslu og auka möguleika sína í atvinnuleit. Þetta allt eru perlur þjóðar, þarna er framlínufólkið okkar sem leitt hefur skólastarf síðasta ár af metnaði og eljusemi með lausnaleit og nýsköpun að leiðarljósi. Húrra fyrir skólafólki Suðurkjördæmis! Húrra fyrir stórhuga sveitarfélögum sem sáu hag sinn í að halda úti skólastarfi og draga ekki úr í kófinu. Ríkið má þó aðeins bæta í og setja meira í sarpinn hjá framhaldsskólum og fullorðinsfræðslum, meira að segja miklu, miklu meira. Höfundur er menntunarfræðingur, frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi, formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum og situr í flokksráði VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Skóla - og menntamál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Að læra meir í dag en í gær er ósjaldan söngur sem sunginn er. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa vel að umhverfi og aðbúnaði nemenda. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru. Þó að oft hafi kreppt að okkur Suðurnesjamönnum í atvinnu, höfum við undafarin ár blómstrað þegar kemur að fjölbreytni, nýsköpun og metnaði er varðar menntun. Það sýna leikskólar líkt og leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ með Orðaspjallinu góða og Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík sem hlúir nú að börnum og starfsfólki á einstakan hátt í umbrotinu öllu að öðrum frábærum leikskólum ólöstuðum. Grunnskólastarf í kjördæminu er afar metnaðarfullt og stöðugt hugað að tækninýjungum líkt og í Vallaskóla á Selfossi og þörfum og þroska nemenda líkt og í Sandgerðisskóla í Suðurnesjabæ svo dæmi séu tekin. Þá eru Selfyssingar stórhuga og reisa nýjan skóla í anda stefnu Norðurlanda þar sem skólinn rís fyrst og svo kemur byggðin, þá er skólinn nefnilega tilbúinn þegar flutt er í hverfið. Framhaldsskólarnir á svæðinu eru ólíkir en einstakir og verður gaman að fylgjast með enn frekari þróun og hugmyndum Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu, þar er mikil frjósemi í hönnun brauta og mati á námi nemenda og þá eru FSu og FS stöðugt að hanna námsleiðir út frá þörfum sinna nemendahópa. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík er einstakur, þar er haldið einstaklega vel utan um nemendur og ófáir sem þaðan hafa útskrifast með aukið sjálfstraust og metnað til frekari hluta. Keilir, miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs er svo enn einn demanturinn í höfuðdjásni kjördæmisins. Þar er óþrjótandi stórhugur og stöðugt verið að sækja á ný mið líkt og með nýja flugklasanum og framhaldsnámi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð og enginn hissa þó listadeild bættist við þá flóru enda Suðurnesin vagga menningar og lista með fjölmarga metnaðarfulla tónlistarskóla sem alið hafa af sér hvert tónlistarséníið á fætur öðru líkt og OMAM og Valdimar okkar svo rétt sé tæpt á. Ekki er allt upp talið, símenntunarmiðstöðvar líkt og MSS í Reykjanesbæ eru afar öflugar og eru nú í kófinu að grípa hundruði atvinnuleitendur sem vilja ná sér í uppfærslu og auka möguleika sína í atvinnuleit. Þetta allt eru perlur þjóðar, þarna er framlínufólkið okkar sem leitt hefur skólastarf síðasta ár af metnaði og eljusemi með lausnaleit og nýsköpun að leiðarljósi. Húrra fyrir skólafólki Suðurkjördæmis! Húrra fyrir stórhuga sveitarfélögum sem sáu hag sinn í að halda úti skólastarfi og draga ekki úr í kófinu. Ríkið má þó aðeins bæta í og setja meira í sarpinn hjá framhaldsskólum og fullorðinsfræðslum, meira að segja miklu, miklu meira. Höfundur er menntunarfræðingur, frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi, formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum og situr í flokksráði VG.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun