Hreyfiaflið er í skólastofunni Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 22. mars 2021 14:30 Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. Eigi lög um mismunun að virka þarf að eiga sér stað viðhorfsbreyting; breyta þarf viðhorfum til kynhlutverka og staðalmynda, efna þarf til vitundarvakningar um kynbundið ofbeldi og kynskipt náms- og starfsval svo nefnd séu dæmi. Hvernig er hægt að breyta viðhorfum? Jú, í skólakerfinu sem er stærsti félagsmótunaraðilinn ef frá er talin fjölskyldan og hefur skólakerfið ekki aðeins lagalega skyldu til að sinna jafnréttisfræðslu heldur líka siðferðilega. Ísland hefur á undanförnum árum trónað hæst á lista yfir ríki þar sem kynjajafnrétti er hvað mest. Jafnréttisbaráttan á Íslandi hefur verið árangursrík í mörgu tilliti og hér ríkir lagalegt jafnrétti kynjanna. Í 15. grein jafnréttislaga kveður á um að „[á] öllum skólastigum skulu nemendur hljóta jafnréttis- og kynjafræðslu við hæfi þar sem m.a. er kennt um kynjaðar staðalímyndir, kynbundið náms- og starfsval og málefni fatlaðs fólks og hinsegin fólks.“ Áþekkt ákvæði öllu óskýrara var í eldri lögum en ljóst er að þessari skyldu hefur ekki verið sinnt nema að litlu leyti. Aðalnámskrár allra skólastiga boða jafnrétti sem grunnþátt menntunar, sem þýðir að jafnrétti eigi að vera samþætt í allt skólastarf, svo er ekki. Jafnréttisnæmi stuðlar að betra samfélagi Jafnréttissjónarmið verða að vera eðlilegur og sjálfsagður hluti af öllu skólastarfi og lífi nemenda og til þess að það gerist þarf allt starfsfólk skóla að búa yfir jafnréttisnæmi. Jafnréttisnæmi er grundvallarþekking á stöðu kynjanna í samfélaginu, þjálfun og hæfni í að grípa til aðgerða í skólastofu þegar neikvæð orðræða um kyn ber á góma, greining kennsluefnis með tilliti til kynjasjónarmiða og meðvitund um kynjuð samskipti kennara og nemenda. Jafnréttisnæmi hefur það að markmiði að stuðla að betra samfélagi með því að fá nemendur, kennara og starfsfólk skóla til að horfa á jafnrétti frá öllum hliðum, innleiða jafnréttishugsun í allt skólastarf og líf nemenda og kennara. Útskrifaðir nemendur munu líta á jafnrétti sem sjálfsögð lífsgæði og réttindi allra og lifa samkvæmt því. Félagslíf nemenda þarf að jafnréttisvæða Duldu námskrána má enginn vanmeta því þar þarf að huga að aðgerðum stjórnenda gagnvart starfsfólki og nemendum, til dæmis að gætt sé kynjasamþættingar við breytingar og útdeilingu fjármuna eða annarra gæða. Einnig þarf félagslíf nemenda að vera jafnréttisvætt, forysta nemenda þarf að fá sérstaka jafnréttisfræðslu, jafnréttisáætlun nemenda þarf að vera nákvæm, skýr og lifandi þannig að þegar viðburðir eru valdir eða félagslíf skipulagt er þess gætt að stutt sé við jafnréttisáætlun og jafnréttismenntun, en ekki grafið undan því starfi sem sinnt er. Of algengt er að að eitt kyn sé ráðandi í vali á skemmtikröftum á hinum ýmsu skemmtunum bæði í skólum og hjá íþróttafélögum. Það endurspeglar ekki jafnréttishugsun. Aðkeypt fræðsla er algeng í skólum. Mikilvægt er að þekkja vel aðferðafræði og málflutning þeirra, sem keyptir eru til að uppfræða nemendur um jafnrétti, kynjaímyndir og kynhegðun. Fræðslan verður að styðja við það jafnréttisstarf sem unnið er í skólanum en ekki gegn því. Hafa verður í huga að slíkar heimsóknir eru engan veginn nóg eða fullnægjandi til að uppfylla kröfur um vandaða kyn- og kynjafræðslu og jafnréttismenntun í víðara samhengi, væntingar nemenda og siðferðis- og lagalegar skyldur skólakerfisins eru meiri en svo. Kallað eftir breytingum Hvert skólastig og hver skóli þarf að hafa beina kyn- og kynjafræðslu við hæfi fyrir alla nemendur reglulega. Góður skóli sem veitir gæðamenntun er með kennara sem geta sinnt beinni kyn- og kynjafræðslu. Ljóst er að fræðsla af þessu tagi er oft og tíðum viðkvæm s.s. umræða um ofbeldi. Gera má ráð fyrir að í hverjum nemendahópi séu brotaþolar og þarf kennari að hafa færni og forsendur til að takast á við slíkar aðstæður. Leggja verður kapp á að mennta verðandi kennara til verksins og hleypa nýju lífi í starfsþróun þeirra sem fyrir eru. Ljóst er að þær samfélagsbreytingar sem fylgja #metoo kalla eftir breytingum í samfélaginu og um leið í skólum landsins. Nemendur hafa til langs tíma kallað eftir breytingum. Vert er að nefna að stjórn Landssamtaka íslenskra stúdenta sendi frá sér stuðningsyfirlýsingu við bréfi jafnréttisnefndar KÍ þar sem hvatt var til að jafnréttis- og kynjafræði verði kennd í allri kennaramenntun á Íslandi og segir það meira en mörg orð um ákall námsmanna eftir breytingum. Nemendahópar eins og femínistafélög í skólum hafa einnig kallað eftir meiri kyn- og kynjafræði í skólakerfinu. Einnig hefur Kvenréttindafélag Íslands stutt málflutning jafnréttisnefndar KÍ um langa hríð. Skólakerfið gegnir lykilhlutverki í því að móta viðhorf og vekja samfélagið til meðvitundar. Jafnréttisvæða þarf skólakerfið í heild sinni svo það verði hluti af lausninni en ekki vandanum. Víðtækari skilgreining á jafnréttishugtakinu er sjálfsagður hluti af og framhald af kyn- og kynjafræði. Heildstæð hugsun um jafnréttismenntun verður að vera hluti af því markmiði að auka jafnrétti í samfélaginu. Án kerfisbundinnar aðkomu skólakerfisins munum við ekki ná fullu jafnrétti í samfélaginu. Höfundur er framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Grunnskólar Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. Eigi lög um mismunun að virka þarf að eiga sér stað viðhorfsbreyting; breyta þarf viðhorfum til kynhlutverka og staðalmynda, efna þarf til vitundarvakningar um kynbundið ofbeldi og kynskipt náms- og starfsval svo nefnd séu dæmi. Hvernig er hægt að breyta viðhorfum? Jú, í skólakerfinu sem er stærsti félagsmótunaraðilinn ef frá er talin fjölskyldan og hefur skólakerfið ekki aðeins lagalega skyldu til að sinna jafnréttisfræðslu heldur líka siðferðilega. Ísland hefur á undanförnum árum trónað hæst á lista yfir ríki þar sem kynjajafnrétti er hvað mest. Jafnréttisbaráttan á Íslandi hefur verið árangursrík í mörgu tilliti og hér ríkir lagalegt jafnrétti kynjanna. Í 15. grein jafnréttislaga kveður á um að „[á] öllum skólastigum skulu nemendur hljóta jafnréttis- og kynjafræðslu við hæfi þar sem m.a. er kennt um kynjaðar staðalímyndir, kynbundið náms- og starfsval og málefni fatlaðs fólks og hinsegin fólks.“ Áþekkt ákvæði öllu óskýrara var í eldri lögum en ljóst er að þessari skyldu hefur ekki verið sinnt nema að litlu leyti. Aðalnámskrár allra skólastiga boða jafnrétti sem grunnþátt menntunar, sem þýðir að jafnrétti eigi að vera samþætt í allt skólastarf, svo er ekki. Jafnréttisnæmi stuðlar að betra samfélagi Jafnréttissjónarmið verða að vera eðlilegur og sjálfsagður hluti af öllu skólastarfi og lífi nemenda og til þess að það gerist þarf allt starfsfólk skóla að búa yfir jafnréttisnæmi. Jafnréttisnæmi er grundvallarþekking á stöðu kynjanna í samfélaginu, þjálfun og hæfni í að grípa til aðgerða í skólastofu þegar neikvæð orðræða um kyn ber á góma, greining kennsluefnis með tilliti til kynjasjónarmiða og meðvitund um kynjuð samskipti kennara og nemenda. Jafnréttisnæmi hefur það að markmiði að stuðla að betra samfélagi með því að fá nemendur, kennara og starfsfólk skóla til að horfa á jafnrétti frá öllum hliðum, innleiða jafnréttishugsun í allt skólastarf og líf nemenda og kennara. Útskrifaðir nemendur munu líta á jafnrétti sem sjálfsögð lífsgæði og réttindi allra og lifa samkvæmt því. Félagslíf nemenda þarf að jafnréttisvæða Duldu námskrána má enginn vanmeta því þar þarf að huga að aðgerðum stjórnenda gagnvart starfsfólki og nemendum, til dæmis að gætt sé kynjasamþættingar við breytingar og útdeilingu fjármuna eða annarra gæða. Einnig þarf félagslíf nemenda að vera jafnréttisvætt, forysta nemenda þarf að fá sérstaka jafnréttisfræðslu, jafnréttisáætlun nemenda þarf að vera nákvæm, skýr og lifandi þannig að þegar viðburðir eru valdir eða félagslíf skipulagt er þess gætt að stutt sé við jafnréttisáætlun og jafnréttismenntun, en ekki grafið undan því starfi sem sinnt er. Of algengt er að að eitt kyn sé ráðandi í vali á skemmtikröftum á hinum ýmsu skemmtunum bæði í skólum og hjá íþróttafélögum. Það endurspeglar ekki jafnréttishugsun. Aðkeypt fræðsla er algeng í skólum. Mikilvægt er að þekkja vel aðferðafræði og málflutning þeirra, sem keyptir eru til að uppfræða nemendur um jafnrétti, kynjaímyndir og kynhegðun. Fræðslan verður að styðja við það jafnréttisstarf sem unnið er í skólanum en ekki gegn því. Hafa verður í huga að slíkar heimsóknir eru engan veginn nóg eða fullnægjandi til að uppfylla kröfur um vandaða kyn- og kynjafræðslu og jafnréttismenntun í víðara samhengi, væntingar nemenda og siðferðis- og lagalegar skyldur skólakerfisins eru meiri en svo. Kallað eftir breytingum Hvert skólastig og hver skóli þarf að hafa beina kyn- og kynjafræðslu við hæfi fyrir alla nemendur reglulega. Góður skóli sem veitir gæðamenntun er með kennara sem geta sinnt beinni kyn- og kynjafræðslu. Ljóst er að fræðsla af þessu tagi er oft og tíðum viðkvæm s.s. umræða um ofbeldi. Gera má ráð fyrir að í hverjum nemendahópi séu brotaþolar og þarf kennari að hafa færni og forsendur til að takast á við slíkar aðstæður. Leggja verður kapp á að mennta verðandi kennara til verksins og hleypa nýju lífi í starfsþróun þeirra sem fyrir eru. Ljóst er að þær samfélagsbreytingar sem fylgja #metoo kalla eftir breytingum í samfélaginu og um leið í skólum landsins. Nemendur hafa til langs tíma kallað eftir breytingum. Vert er að nefna að stjórn Landssamtaka íslenskra stúdenta sendi frá sér stuðningsyfirlýsingu við bréfi jafnréttisnefndar KÍ þar sem hvatt var til að jafnréttis- og kynjafræði verði kennd í allri kennaramenntun á Íslandi og segir það meira en mörg orð um ákall námsmanna eftir breytingum. Nemendahópar eins og femínistafélög í skólum hafa einnig kallað eftir meiri kyn- og kynjafræði í skólakerfinu. Einnig hefur Kvenréttindafélag Íslands stutt málflutning jafnréttisnefndar KÍ um langa hríð. Skólakerfið gegnir lykilhlutverki í því að móta viðhorf og vekja samfélagið til meðvitundar. Jafnréttisvæða þarf skólakerfið í heild sinni svo það verði hluti af lausninni en ekki vandanum. Víðtækari skilgreining á jafnréttishugtakinu er sjálfsagður hluti af og framhald af kyn- og kynjafræði. Heildstæð hugsun um jafnréttismenntun verður að vera hluti af því markmiði að auka jafnrétti í samfélaginu. Án kerfisbundinnar aðkomu skólakerfisins munum við ekki ná fullu jafnrétti í samfélaginu. Höfundur er framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun