Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30. Vísir

Frá og með miðnætti taka gildi hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins fyrir um ári. Almenn fjöldatakmörkun á mannamótum verður tíu manns og ólíkt aðgerðunum fyrir ári hafa þær nú einnig mikil áhrif á börn og ungmenni. Aftur verður byrjað að bólusetja með AstraZeneca bóluefninu.

Fjallað verður ítarlega um þær hertu aðgerðir sem kynntar voru í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hertar samkomutakmarkanir hafa áhrif á margar greinar atvinnulífsins en sú grein sem hefur orðið fyrir einna mesta áfallinu er ferðaþjónustan. Þar ríkti viss bjartsýni í síðustu viku en það hefur breyst eftir fréttir dagsins.

Tveir minni gígar í eldgosinu í Geldingadal hafa sameinast vegna aukinnar virkni í gær. Gígurinn hefur sótt í sig veðrið og nálgast þann stóra sem opnaðist fyrst. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að unnið sé að því að bæta vöktun á svæðinu til þess að halda því opnu fyrir almenning.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem hefjast á slaginu klukkan 18:30. Hægt er að hlusta á fréttatímann í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×