Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur breiðst hratt út hér á landi en rúmlega þrjátíu hafa greinst með það á fáeinum dögum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Landlæknir telur að um tíu prósent þeirra sem greinast með afbrigðið þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Landsmenn fjölmenntu í sýnatöku í dag.

Hömlur á útflutningi bóluefna viðkórónuveirunni frá Evrópusambandinu ná ekki til Íslands. Við ræðum við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um málið í beinni útsendingu frá Alþingi.

Þá segjum við frá því að lögregla rannasakar umfangsmikið fíkniefna- og fjársvikamál. Hátt í tuttugu manns eru með réttarstöðu sakbornings í málinu. 

Við ræðum líka við einn landeigenda Geldingadala segir allt eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf þar sem gosið hafi komið upp á haugi Ísólfs landsnámsmanns.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×