Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Sara Pálsdóttir skrifar 26. mars 2021 09:30 Langflestir skjólstæðingar barnaverndar, yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eru foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóma, áfengis og vímuefnafíkn. Í áratugi hefur sjúkdómur þessi verið viðurkenndur sem sjúkdómur og hann að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þegnar heimsins standa frammi fyrir. Sjúkdómur þessi er flókinn og afar órökréttur. Enginn getur öðlast alminnilegan skilning á honum eða því sem þeir sem veikjast af þessum sjúkdómi, þurfa að ganga í gegn um, nema þeir, sem sjálfir hafa veikst og síðan náð bata. Enda er algengur fylgifiskur þessa sjúkdóms, reiði, skilningsleysi og ráðaleysi náinna ættinga sem botna hvorki upp né niður í þeim sem veikur er. Oft mæta þeir sem haldnir eru þessum sjúkdómi fordómum og skilningsleysi starfsmanna hins opinbera einnig. Sá sem er í virkum fíknisjúkdómi er heltekinn og stjórnlaus. Hegðar sér afar órökrétt, rétt eins og viðkomandi vilji steypa sjálfum sér og lífi sínu og sinna nánustu í glötun og missa frá sér allt. En það er auðvitað ekki þannig. Enginn vill drekka eða dópa sig í hel. Ekki frekar en að deyja úr krabbameini eða öðrum lífshættulegum sjúkdómi. Fólki sem veikist er oft ekki sjálfrátt. En það er ekki þar með sagt að fólk verði ekki að bera ábyrgð á eigin sjúkdómi og berjast fyrir bata sínum. En það gerist ekki nema með réttri aðstoð, aðstoð faglærðs, sérmenntaðs fólks sem þar að auki hefur innsýn og skilning á þessum sjúkdómi og því sem hinn veiki er að glíma við. Líkt og fyrr greinir eru yfirgnæfandi meirihluti skjólstæðinga barnaverndar foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóm. Í því ljósi er sláandi að það skuli ekki starfa einn einasti áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá barnaverndum landsins. Ekki einn. Það eru félagsráðgjafar sem þar starfa. Með fullri virðingu fyrir félagsráðgjöfum og mikilvægi starfa og þekkingu þeirra, en þá hafa þeir ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Ég hef séð sorglegar afleiðingar þessa í störfum barnaverndar. Félagsráðgjafar sem hafa enga sérþekkingu á fíknisjúkdómi, eru að skikka foreldri með fíknisjúkdóm í hin og þessi úrræði sem annað hvort henta ekki eða eru hreinlega til þess fallin að gera ekkert gagn til að hjálpa þeim sem glímir við slíkan sjúkdóm. Innsæisleysi starfsmanna í eðli sjúkdómsins og oftar en ekki fordómar þvælast fyrir og árangurinn verður takmarkaður eða enginn. Fullyrðingar um meinta neyslu þegar hverjum sem glímt hefur við alkóhólisma væri deginum ljósara að engin slík neysla gæti verið fyrir hendi. Útkoman er kaos. Ég skora á stjórnvöld að bregðast við þessu. Það er brýn þörf á fagmenntuðu fólki til að hjálpa þessum foreldrum og til að tryggja rétta og faglega aðstoð sem er sérsniðin að þeim vanda sem það glímir við. Fagmenntað fólk þegar kemur að fíknisjúkdómum eru áfengis og vímuefnaráðgjafar. Það eru til fullt af gríðarlega færum og flottum áfengis og vímuefnaráðgjöfum í landinu. Nýtum þessa krafta, nýtum þessa reynslu sem þessir aðilar búa yfir, öðrum til góðs og blessunar. Börnin í þessu samfélagi eru börnin okkar allra og það er á ábyrgð okkar allra að vel sé gert á öllum sviðum þegar kemur að vernd barna og velferð þeirra. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Barnavernd Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Langflestir skjólstæðingar barnaverndar, yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eru foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóma, áfengis og vímuefnafíkn. Í áratugi hefur sjúkdómur þessi verið viðurkenndur sem sjúkdómur og hann að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þegnar heimsins standa frammi fyrir. Sjúkdómur þessi er flókinn og afar órökréttur. Enginn getur öðlast alminnilegan skilning á honum eða því sem þeir sem veikjast af þessum sjúkdómi, þurfa að ganga í gegn um, nema þeir, sem sjálfir hafa veikst og síðan náð bata. Enda er algengur fylgifiskur þessa sjúkdóms, reiði, skilningsleysi og ráðaleysi náinna ættinga sem botna hvorki upp né niður í þeim sem veikur er. Oft mæta þeir sem haldnir eru þessum sjúkdómi fordómum og skilningsleysi starfsmanna hins opinbera einnig. Sá sem er í virkum fíknisjúkdómi er heltekinn og stjórnlaus. Hegðar sér afar órökrétt, rétt eins og viðkomandi vilji steypa sjálfum sér og lífi sínu og sinna nánustu í glötun og missa frá sér allt. En það er auðvitað ekki þannig. Enginn vill drekka eða dópa sig í hel. Ekki frekar en að deyja úr krabbameini eða öðrum lífshættulegum sjúkdómi. Fólki sem veikist er oft ekki sjálfrátt. En það er ekki þar með sagt að fólk verði ekki að bera ábyrgð á eigin sjúkdómi og berjast fyrir bata sínum. En það gerist ekki nema með réttri aðstoð, aðstoð faglærðs, sérmenntaðs fólks sem þar að auki hefur innsýn og skilning á þessum sjúkdómi og því sem hinn veiki er að glíma við. Líkt og fyrr greinir eru yfirgnæfandi meirihluti skjólstæðinga barnaverndar foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóm. Í því ljósi er sláandi að það skuli ekki starfa einn einasti áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá barnaverndum landsins. Ekki einn. Það eru félagsráðgjafar sem þar starfa. Með fullri virðingu fyrir félagsráðgjöfum og mikilvægi starfa og þekkingu þeirra, en þá hafa þeir ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Ég hef séð sorglegar afleiðingar þessa í störfum barnaverndar. Félagsráðgjafar sem hafa enga sérþekkingu á fíknisjúkdómi, eru að skikka foreldri með fíknisjúkdóm í hin og þessi úrræði sem annað hvort henta ekki eða eru hreinlega til þess fallin að gera ekkert gagn til að hjálpa þeim sem glímir við slíkan sjúkdóm. Innsæisleysi starfsmanna í eðli sjúkdómsins og oftar en ekki fordómar þvælast fyrir og árangurinn verður takmarkaður eða enginn. Fullyrðingar um meinta neyslu þegar hverjum sem glímt hefur við alkóhólisma væri deginum ljósara að engin slík neysla gæti verið fyrir hendi. Útkoman er kaos. Ég skora á stjórnvöld að bregðast við þessu. Það er brýn þörf á fagmenntuðu fólki til að hjálpa þessum foreldrum og til að tryggja rétta og faglega aðstoð sem er sérsniðin að þeim vanda sem það glímir við. Fagmenntað fólk þegar kemur að fíknisjúkdómum eru áfengis og vímuefnaráðgjafar. Það eru til fullt af gríðarlega færum og flottum áfengis og vímuefnaráðgjöfum í landinu. Nýtum þessa krafta, nýtum þessa reynslu sem þessir aðilar búa yfir, öðrum til góðs og blessunar. Börnin í þessu samfélagi eru börnin okkar allra og það er á ábyrgð okkar allra að vel sé gert á öllum sviðum þegar kemur að vernd barna og velferð þeirra. Höfundur er lögmaður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun