Laugarnesskólasmitið komið í Hafnarfjörð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 10:40 Um sex hundruð nemendur eru í Öldutúnsskóla. Allir 180 nemendur á unglingastigi Öldutúnsskóla og tuttugu kennarar eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að í ljós kom í gærkvöldi að nemandi á unglingastigi væri smitaður af Covid-19. Valdimar Víðisson skólastjóri segir nemandann hafa verið í samneyti við nemendur í Laugarnesskóla þar sem tólf höfðu í gær greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Ellefu í fyrradag og einn um síðustu helgi. Mbl.is greindi fyrst frá. Valdimar skólastjóri segir að nemandinn hafi verið í skólanum á þriðjudaginn og svo farið í sóttkví á þriðjudagskvöld. Lítið samneyti þeirra yngri og eldri „Við erum að rekja ferðir hans innan skólans og samneyti við nemendur og starfsmenn. Það er alveg ljóst að það verður töluvert stór hópur sem þarf að halda áfram í sóttkví, ef ekki allir.“ Um sex hundruð krakkar nema við Öldutúnsskóla í fyrsta til tíunda bekk. Valdimar segir að yngra stigið sé ekki í annarri byggingu en samneyti við unglingastigið mjög takmarkað. Nemendur geti mæst á göngum en noti aðskilin salerni og samneyti sé lítið. „Núna klukkan hálf ellefu er ekki talið að fyrsti til sjöundi bekkur sé útsettur fyrir smiti.“ Hann segir vinnu standa yfir innan skólans í samvinnu við smitrakningateymið. Leiðindaafbrigðið sem það breska sé „Þetta er rakið til samneytis nemenda við börn í Laugarnesskóla. Þetta er orðið svo skuggalegt á milli barnanna, þetta nýja leiðindaafbrigði sem breska afbrigðið er.“ Fram hefur komið að breska afbrigðið er meira smitandi og veldur frekar veikindum en þau afbrigði sem hafi verið ríkjandi undanfarið ár á Íslandi. Þá smitast börn frekar af því. Í ljósi þess var skólum utan leikskóla lokað í gær og gilda samkomutakmarkarnir einnig um börn á grunnskólaaldri. Sex greindust innanlands með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Nánar hér. Hafnarfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 25. mars 2021 12:00 Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. 25. mars 2021 10:22 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Valdimar Víðisson skólastjóri segir nemandann hafa verið í samneyti við nemendur í Laugarnesskóla þar sem tólf höfðu í gær greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Ellefu í fyrradag og einn um síðustu helgi. Mbl.is greindi fyrst frá. Valdimar skólastjóri segir að nemandinn hafi verið í skólanum á þriðjudaginn og svo farið í sóttkví á þriðjudagskvöld. Lítið samneyti þeirra yngri og eldri „Við erum að rekja ferðir hans innan skólans og samneyti við nemendur og starfsmenn. Það er alveg ljóst að það verður töluvert stór hópur sem þarf að halda áfram í sóttkví, ef ekki allir.“ Um sex hundruð krakkar nema við Öldutúnsskóla í fyrsta til tíunda bekk. Valdimar segir að yngra stigið sé ekki í annarri byggingu en samneyti við unglingastigið mjög takmarkað. Nemendur geti mæst á göngum en noti aðskilin salerni og samneyti sé lítið. „Núna klukkan hálf ellefu er ekki talið að fyrsti til sjöundi bekkur sé útsettur fyrir smiti.“ Hann segir vinnu standa yfir innan skólans í samvinnu við smitrakningateymið. Leiðindaafbrigðið sem það breska sé „Þetta er rakið til samneytis nemenda við börn í Laugarnesskóla. Þetta er orðið svo skuggalegt á milli barnanna, þetta nýja leiðindaafbrigði sem breska afbrigðið er.“ Fram hefur komið að breska afbrigðið er meira smitandi og veldur frekar veikindum en þau afbrigði sem hafi verið ríkjandi undanfarið ár á Íslandi. Þá smitast börn frekar af því. Í ljósi þess var skólum utan leikskóla lokað í gær og gilda samkomutakmarkarnir einnig um börn á grunnskólaaldri. Sex greindust innanlands með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Nánar hér.
Hafnarfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 25. mars 2021 12:00 Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. 25. mars 2021 10:22 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 25. mars 2021 12:00
Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. 25. mars 2021 10:22
Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32