Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Þúsundir hafa streymt í Geldingardali til þess að skoða eldgosið og nýtt bílastæði var tekið í notkun í dag til þess að anna mannfjöldanum. Nú eru komin tvö stór bílastæði við veginn.

Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður hefur verið á svæðinu í dag, hún hefur rætt við göngugarpa, lögreglu og björgunarsveitarmenn og fáum að vita allt um gossvæðið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Ekki eru allir sáttir við opnun gossvæðisins en lokunar annarra svæða, eins og skíðasvæðis og sundlauga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttunum og rætt við verslunarmenn sem selja göngubúnað í bílförmum.

      Þá verður rætt við einn af eigendum Geldingadala sem segir ekki á dagskrá að rukka aðgangseyri að eldgosinu og við tökum stöðuna í Bretlandi. Þar kalla landsmenn daginn í dag „Hamingjumánudaginn“ því þeir fá loks að hittast í litlum hópum úti við.

      Þetta og margt fleira í samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.

      Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×