Durant lét gamminn geysa – eða fingurna öllu heldur – á Twitter í samtali sem nær aftur til síðasta árs. Hinn 51 árs gamli Rapaport gerði garðinn frægan í þáttunum Boston Public og svo í stórmyndum á borð við Deep Blue Sea en hefur fært sig yfir í hlaðvörp á undanförnum misserum.
Rapaport er stuðningsmaður New York Knicks og hefur því nýtt tækifærið til að grafa undan einum besta leikmanni Brooklyn Nets þegar tækifæri gafst, og eftir að Durant fór yfir strikið.
I receive threats and disgusting messages DAILY, but never in my wildest dreams did I think @KDTrey5 would be among them. The himself is now threatening me, bringing up my wife and wants to fight. This is supposed to be America s sweetheart right? #ImDaRealMVP pic.twitter.com/l1VQfGMMRF
— MichaelRapaport (@MichaelRapaport) March 30, 2021
Durant kallaði leikarann öllum illum nöfnum ásamt því að móðga eiginkonu hans. Var sumt af því sem Durant lét falla túlkað sem hómófóbískt og það er ekki boðlegt af hálfu NBA-deildarinnar. Durant þarf nú að borga 50 þúsund Bandaríkjadali í sekt eða rúmar 6.3 milljónir íslenskra króna.
Eftir að samskiptin voru opinberuð hefur Durant beðist afsökunar en samt sem áður bent á að hann og „Mike“ tali reglulega saman og þá sé það mun verra en það sem leikarinn birti.
I m sorry that people seen that language I used. That s not really what I want people to see and hear from me
— Bleacher Report (@BleacherReport) April 1, 2021
KD addresses his social media exchanges with Michael Rapaport
(via @SNYNets)pic.twitter.com/mUnIxWFNzd
Durant hefur lengi verið umdeildur á samfélagsmiðlum en hann er duglegur að svara fyrir sig og þá viðurkenndi leikmaðurinn að hann ætti „burner“ aðgang sem hann notaði til að verja sig fyrir gagnrýni.
Hinn 32 ára gamli Durant samdi við ofurlið Nets sumarið 2019 í þeirri von um að landa sínum þriðja meistaratitli. Hann var frá allt síðasta tímabil eftir að hafa slitið hásin tímabilið á undan. Hann hefur spilað einkar vel það sem af er þessari leiktíð, það er þegar hann er heill.
Durant er með 29 stig, 7.3 fráköst og 5.3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 19 leikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Hann hefur hins vegar ekki spilað síðan 13. febrúar vegna meiðsla aftan í læri.