Þangað til er óvíst hvort hundinum verður lógað.
Atvikið átti sér stað á föstudagskvöldi, rétt fyrir lokun. Í kjölfar þess sagði eigandi staðarins að í skoðun væri að setja takmörk á það hversu seint fólk mætti koma með hunda inn á staðinn.
„Persónulega finnst mér hundar ekkert eiga heima innan um sauðdrukkið fólk,“ sagði Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni en hún sagði hundinn augljóslega hafa verið óöruggan.
Þá skammaði hún fjölmiðla fyrir að slá því upp að um væri að ræða Rottweiler.
Hallgerður sagði erfitt að segja um það hvort atvikið gerði hundinn líklegan til að bíta aftur en sagðist telja það meðal annars ráðast af því hvort hann yrði settur aftur í svipaðar aðstæður.
„„Bit er síðasta varnarviðbragð, hann er búinn að gefa öll merki um að hann þurfi meira rými og minna áreiti. Og ég hef séð myndir af þessum hundi frá þessu kvöldi og hann var hræddur þarna. Og hann var að reyna að sýna það með ýmsum merkjum,“ sagði Hallgerður.