Segir ríkisstjórnina glannalega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. apríl 2021 12:11 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær er ólögmætt að skylda farþega frá hááhættusvæðum í sóttkví á hóteli þar sem ekki er lagastoð fyrir reglugerðinni sem kveður á um það. Samkvæmt sóttvarnarlögum er sóttvarnarhús skilgreint sem staður fyrir þá sem geta eða vilja ekki vera í sóttkví í eigin húsnæði. Í reglugerðinni eru aftur á móti allir, og einnig þeir sem geta eða vilja vera í sóttkví á öðrum stað, skikkaðir í sóttkví á hótelinu. Sóttvarnarlæknir, heilbrigðisráðherra og formaður lögmannafélags Íslands eru meðal þeirra sem koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem þarf síðan að meta næstu skref að sögn Helgu Völu Helgadóttur, nefndarformanns. Einn möguleiki er að þing verði kallað saman til þess að breyta lögunum. Svandís Svavarsdóttir kom fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun.Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög óheppilegt, svo ekki sé meira sagt. Við verðum á svona krísutímum að passa upp á valdmörkin, passa upp á vinnubrögðin og að stofna ekki til óþarfa tjóns fyrir fólk og fyrir ríkissjóð. Þetta sýnir okkur að við þurfum að vanda okkur betur og vera ákveðnari í að hafa lögin með okkur þegar við förum í svona aðgerðir. Mér finnst ríkisstjórnin hafa verið allt of glannaleg í þessum efnum,“ segir Helga Vala. „Við vorum ekki með lagastoð á sínum tíma fyrir tvöfaldri skimun og sóttkví á milli. Því var breytt um mánaðarmótin janúar/febrúar. Löngu eftir að byrjað var að beita þessu. Og svo núna þetta. Ég spurði heilbrigðisráðherra um leið og tilkynnt var um þessa sóttkví hvort það væri lagastoð fyrir þessu, og hún fullyrti að svo væri,“ segir Helga Vala. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Júlíus Sigurjónsson Fólki er nú heimilt að yfirgefa Fosshótel við Þórunnartún og fara annað í sóttkví. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins segir að nokkrir hafi valið það, bæði í gærkvöldi og í morgun. „Þetta eru um tuttugu manns sem hafa farið síðan þessi dómur féll þannig hér eru enn um 140 einstaklingar,“ segir Gylfi og bætir við að allir gestir hafi fengið upplýsingar um réttindi sín eftir að úrskurður féll. Þrír hafa greinst smitaðir á hótelinu og þá annað hvort verið fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg eða í einangrun í öðru húsnæði. Von er á þremur vélum frá áhættusvæðum í dag og verður fólki þá boðið að fara á Fosshótel eða annað í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Júlíus Sigurjónsson Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur ákveðið í samráði við heilbrigðisráðuneytið að kæra niðurstöðuna til Landsréttar. Á upplýsingafundi almannavarna sagði hann úrskurðinn óheppilegan og til þess fallinn að setja sóttvarnir í uppnám. „Ég tel að ef þessi dómur fær að standa þá munu líkur á smitum innanlands aukast. Með möguleika á alvarlegum afleiðingum fyrir okkur Íslendinga. Afleiðingarnar gætu orðið þær að síður verði hægt að slaka á takmörkunum innanalands,“ segir Þórólfur. Hann segir mikilvægt að lagagrundvöllur fyrir nauðsynlegum aðgerðum verði tryggður. „Ég hef því skorað á stjórnvöld að tryggja lagagrundvöll sóttvarna sem fyrst þannig að hægt verði að beita viðeigandi úrræðum þar til meiri þátttöku í bólusetningur verður náð. Vonandi verður það gert áður en heilsufarslegur skaði hlýst af,“ segir Þórólfur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Samkvæmt úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær er ólögmætt að skylda farþega frá hááhættusvæðum í sóttkví á hóteli þar sem ekki er lagastoð fyrir reglugerðinni sem kveður á um það. Samkvæmt sóttvarnarlögum er sóttvarnarhús skilgreint sem staður fyrir þá sem geta eða vilja ekki vera í sóttkví í eigin húsnæði. Í reglugerðinni eru aftur á móti allir, og einnig þeir sem geta eða vilja vera í sóttkví á öðrum stað, skikkaðir í sóttkví á hótelinu. Sóttvarnarlæknir, heilbrigðisráðherra og formaður lögmannafélags Íslands eru meðal þeirra sem koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem þarf síðan að meta næstu skref að sögn Helgu Völu Helgadóttur, nefndarformanns. Einn möguleiki er að þing verði kallað saman til þess að breyta lögunum. Svandís Svavarsdóttir kom fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun.Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög óheppilegt, svo ekki sé meira sagt. Við verðum á svona krísutímum að passa upp á valdmörkin, passa upp á vinnubrögðin og að stofna ekki til óþarfa tjóns fyrir fólk og fyrir ríkissjóð. Þetta sýnir okkur að við þurfum að vanda okkur betur og vera ákveðnari í að hafa lögin með okkur þegar við förum í svona aðgerðir. Mér finnst ríkisstjórnin hafa verið allt of glannaleg í þessum efnum,“ segir Helga Vala. „Við vorum ekki með lagastoð á sínum tíma fyrir tvöfaldri skimun og sóttkví á milli. Því var breytt um mánaðarmótin janúar/febrúar. Löngu eftir að byrjað var að beita þessu. Og svo núna þetta. Ég spurði heilbrigðisráðherra um leið og tilkynnt var um þessa sóttkví hvort það væri lagastoð fyrir þessu, og hún fullyrti að svo væri,“ segir Helga Vala. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Júlíus Sigurjónsson Fólki er nú heimilt að yfirgefa Fosshótel við Þórunnartún og fara annað í sóttkví. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins segir að nokkrir hafi valið það, bæði í gærkvöldi og í morgun. „Þetta eru um tuttugu manns sem hafa farið síðan þessi dómur féll þannig hér eru enn um 140 einstaklingar,“ segir Gylfi og bætir við að allir gestir hafi fengið upplýsingar um réttindi sín eftir að úrskurður féll. Þrír hafa greinst smitaðir á hótelinu og þá annað hvort verið fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg eða í einangrun í öðru húsnæði. Von er á þremur vélum frá áhættusvæðum í dag og verður fólki þá boðið að fara á Fosshótel eða annað í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Júlíus Sigurjónsson Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur ákveðið í samráði við heilbrigðisráðuneytið að kæra niðurstöðuna til Landsréttar. Á upplýsingafundi almannavarna sagði hann úrskurðinn óheppilegan og til þess fallinn að setja sóttvarnir í uppnám. „Ég tel að ef þessi dómur fær að standa þá munu líkur á smitum innanlands aukast. Með möguleika á alvarlegum afleiðingum fyrir okkur Íslendinga. Afleiðingarnar gætu orðið þær að síður verði hægt að slaka á takmörkunum innanalands,“ segir Þórólfur. Hann segir mikilvægt að lagagrundvöllur fyrir nauðsynlegum aðgerðum verði tryggður. „Ég hef því skorað á stjórnvöld að tryggja lagagrundvöll sóttvarna sem fyrst þannig að hægt verði að beita viðeigandi úrræðum þar til meiri þátttöku í bólusetningur verður náð. Vonandi verður það gert áður en heilsufarslegur skaði hlýst af,“ segir Þórólfur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira