Hann býst við umtalsvert fleiri gestum vegna strangari skilyrða fyrir heimasóttkví.
Dómsmálaráðherra segir tímabært að létta á sóttvarnatakmörkunum þar sem staðan sé góð og fari batnandi. Enn sé stefnt að því að taka upp litakóðunarkerfið hinn fyrsta maí. Fjármálaráðherra segir lokaorrustuna fram undan í baráttunni gegn veirunni.
Við segjum frá blaðamannafundi almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga og flytjum fréttir af erlendum vettvangi. Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretlandsdrottningar, er látinn. Breska konungsfjölskyldan greindi frá þessu á tólfta tímanum. Þetta og meira til í hádegisfréttum Bylgjunnar.