Boston Celtics eru hægt og rólega að trekkja sig í gang þegar nær dregur úrslitakeppni. Eftir sigurinn á Portland í nótt hefur liðið unnið fjóra leiki í röð. Leikurinn var hörkuskemmtun og hnífjafn nær allan tímann.
Fjórði leikhluti var æsispennandi og sjá má það helsta úr leiknum hér að neðan.
Brooklyn Nets vann góðan sigur á Minnesota Timberwolves en það voru aðrir hlutir en körfubolta sem stálu fyrirsögnunum í kringum leikinn.
Kyle Kyzma fór svo fyrir meisturum Los Angeles Lakers sem unnu Charlotte Hornets í nótt. Allt þetta og meira til í spilaranum hér að ofan.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.