Geimfarar á leið til geimstöðvarinnar með ferju SpaceX Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 08:24 Geimfararnir fjórir, frá vinstri: Megan McArthur, Thomas Pesquet, Shane Kimbrough og Akihiko Hoshide á leið sinni að skotpallinum í nótt. AP/John Raoux Fjórir geimfarar eru um borð í geimferju fyrirtækisins SpaceX sem verður skotið á loft frá Flórída í Bandaríkjunum nú í morgun. Ferðinni er heitið í Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Gangi allt að óskum verður geimferjunni skotið á loft með Falcon-eldflaug klukkan 5:49 að staðartíma, klukkan 9:49 að íslenskum tíma. Búist er við hagstæðum veðurskilyrðum yfir Kennedy-miðstöð bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA á Canaveral-höfða. Hætta þurfti við geimskotið vegna veðurs í gær. Þetta verður þriðja mannaða geimferð einkafyrirtækisins SpaceX samkvæmt samningi þess við NASA um að flytja menn til geimstöðvarinnar. AP-fréttastofan segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fyrirtækið notar til þess endurnýtta Falcon-eldflaug og Dragon-geimferju. Um borð eru tveir bandarískir geimfarar, einn franskur og einn japanskur. Þeir eiga að leysa af hólmi áhöfn sem er fyrir í geimstöðinni og dvelja þar í sex mánuði. Hægt er að sjá upptöku af geimskotinu í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mönnuð geimferja tekur á loft Uppfært 10:05 Geimskotið virðist hafa gengið að óskum og eru geimfararnir fjórir nú á leið til geimstöðvarinnar. Þeir eru væntanlegir þangað um klukkan 9:10 að íslenskum tíma á morgun. Nokkrum mínútum eftir að fyrsta þrep eldflaugarinnar var losað frá henni lenti það á pramma rétt austan við Flórídaskaga. Liftoff of Falcon 9 and Dragon! pic.twitter.com/g6Oi8qwU2Y— SpaceX (@SpaceX) April 23, 2021 Geimurinn Tækni SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Gangi allt að óskum verður geimferjunni skotið á loft með Falcon-eldflaug klukkan 5:49 að staðartíma, klukkan 9:49 að íslenskum tíma. Búist er við hagstæðum veðurskilyrðum yfir Kennedy-miðstöð bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA á Canaveral-höfða. Hætta þurfti við geimskotið vegna veðurs í gær. Þetta verður þriðja mannaða geimferð einkafyrirtækisins SpaceX samkvæmt samningi þess við NASA um að flytja menn til geimstöðvarinnar. AP-fréttastofan segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fyrirtækið notar til þess endurnýtta Falcon-eldflaug og Dragon-geimferju. Um borð eru tveir bandarískir geimfarar, einn franskur og einn japanskur. Þeir eiga að leysa af hólmi áhöfn sem er fyrir í geimstöðinni og dvelja þar í sex mánuði. Hægt er að sjá upptöku af geimskotinu í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mönnuð geimferja tekur á loft Uppfært 10:05 Geimskotið virðist hafa gengið að óskum og eru geimfararnir fjórir nú á leið til geimstöðvarinnar. Þeir eru væntanlegir þangað um klukkan 9:10 að íslenskum tíma á morgun. Nokkrum mínútum eftir að fyrsta þrep eldflaugarinnar var losað frá henni lenti það á pramma rétt austan við Flórídaskaga. Liftoff of Falcon 9 and Dragon! pic.twitter.com/g6Oi8qwU2Y— SpaceX (@SpaceX) April 23, 2021
Geimurinn Tækni SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira