Ólafur: Við lögðumst bara niður og töpuðum leiknum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2021 20:45 Ólafur Ólafsson var niðurlútur eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld. vísir/daníel Ólafur Ólafsson var ósáttur eftir tap Grindavíkur á heimavelli gegn Njarðvík í kvöld og vildi að sitt lið myndi byrja að láta verkin tala. „Við vorum flottir í fyrsta leikhluta og komnir einhverjum 15 stigum yfir. Þá förum við í þetta týpíska sem við höfum verið í núna í vetur, að halda að þetta sé komið. Eitthvað „walk in the park“ og við lögðumst bara niður og töpuðum leiknum,“ sagði Ólafur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og á tímabili virtist eins og þeir ætluðu hreinlega að klára leikinn í fyrri hálfleik. Góður lokakafli í öðrum leikhluta kom hins vegar Njarðvíkingum aftur á bragðið. „Við erum búnir að ræða þetta en við þurfum að hætta að ræða hlutina og bara gera þá. Ef það þarf að gefa einhverjum á kjaftinn til að kveikja í mönnum þá þarf bara einhver að taka það á sig að fara út úr húsi.“ „Þetta var arfaslakt en við sýndum í fyrri hálfleik að við erum ógeðslega góðir. Við höfum ekki verið að rústa leikjum í vetur, allir leikir hafa verið að detta okkar megin eða hjá hinu liðinu. Þetta var bara lélegt.“ Í seinni hálfleik flautuðu dómararnir töluvert mikið af villum og Ólafur, Kazembe Abif og Marshall Nelson lentu allir í villuvandræðum. Heimamenn nældu sér í tæknivillur fyrir tuð og voru enn að kvarta í dómurunum eftir að lokaflautið gall. „Línan var allt í lagi. Við töpuðum ekki því dómararnir voru slakir eða að einhverjir dómar féllu með þeim. Það er bara eins og það er, við fáum einhverja villu og svo fá þeir ekki fyrir það sama hinu megin og við látum það fara í taugarnar á okkur.“ Eruð þið kannski að láta þetta fara það mikið í taugarnar á ykkur að það truflar ykkur á vellinum „Greinilega, við töpum alltaf þegar við förum að gera þetta. Við þurfum bara að líta í eigin barm sem einstaklingar og laga til hjá sjálfum okkur. Þetta er ekki liðið og hver og einn leikmaður þarf að laga til. Þeir komast einu stigi yfir og við látum eins og þeir séu 30 stigum undir og að við þurfum að sigra heiminn í staðinn fyrir að spila saman.“ „Við þurfum að líta inn á við sem einstaklingar og laga til hjá okkur,“ sagði Ólafur að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 91-94 | Ómetanlegur sigur gestanna Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan sigur í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Grindavík á útivelli. 23. apríl 2021 21:45 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
„Við vorum flottir í fyrsta leikhluta og komnir einhverjum 15 stigum yfir. Þá förum við í þetta týpíska sem við höfum verið í núna í vetur, að halda að þetta sé komið. Eitthvað „walk in the park“ og við lögðumst bara niður og töpuðum leiknum,“ sagði Ólafur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og á tímabili virtist eins og þeir ætluðu hreinlega að klára leikinn í fyrri hálfleik. Góður lokakafli í öðrum leikhluta kom hins vegar Njarðvíkingum aftur á bragðið. „Við erum búnir að ræða þetta en við þurfum að hætta að ræða hlutina og bara gera þá. Ef það þarf að gefa einhverjum á kjaftinn til að kveikja í mönnum þá þarf bara einhver að taka það á sig að fara út úr húsi.“ „Þetta var arfaslakt en við sýndum í fyrri hálfleik að við erum ógeðslega góðir. Við höfum ekki verið að rústa leikjum í vetur, allir leikir hafa verið að detta okkar megin eða hjá hinu liðinu. Þetta var bara lélegt.“ Í seinni hálfleik flautuðu dómararnir töluvert mikið af villum og Ólafur, Kazembe Abif og Marshall Nelson lentu allir í villuvandræðum. Heimamenn nældu sér í tæknivillur fyrir tuð og voru enn að kvarta í dómurunum eftir að lokaflautið gall. „Línan var allt í lagi. Við töpuðum ekki því dómararnir voru slakir eða að einhverjir dómar féllu með þeim. Það er bara eins og það er, við fáum einhverja villu og svo fá þeir ekki fyrir það sama hinu megin og við látum það fara í taugarnar á okkur.“ Eruð þið kannski að láta þetta fara það mikið í taugarnar á ykkur að það truflar ykkur á vellinum „Greinilega, við töpum alltaf þegar við förum að gera þetta. Við þurfum bara að líta í eigin barm sem einstaklingar og laga til hjá sjálfum okkur. Þetta er ekki liðið og hver og einn leikmaður þarf að laga til. Þeir komast einu stigi yfir og við látum eins og þeir séu 30 stigum undir og að við þurfum að sigra heiminn í staðinn fyrir að spila saman.“ „Við þurfum að líta inn á við sem einstaklingar og laga til hjá okkur,“ sagði Ólafur að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 91-94 | Ómetanlegur sigur gestanna Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan sigur í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Grindavík á útivelli. 23. apríl 2021 21:45 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 91-94 | Ómetanlegur sigur gestanna Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan sigur í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Grindavík á útivelli. 23. apríl 2021 21:45