Kafbáturinn fundinn, brotinn í að minnsta kosti þrjá búta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 13:32 Myndir sem teknar voru neðansjávar eru sagðar staðfesta að kafbáturinn sé fundinn. EPA-EFE/INDONESIAN NAVY Kafbátur indónesíska sjóhersins sem hvarf á miðvikudag með 53 manna áhöfn innanborðs er fundinn, brotinn í sundur í að minnsta kosti þrjá hluta. Indónesíski herinn greindi frá þessu á blaðamannafundi fyrr í dag en í gær hafði þegar fundist nokkuð brak úr kafbátnum auk persónulegra muna frá áhöfninni. Í gær hafði báturinn sjálfur þó ekki fundist enn en nú virðist sem flakið sjálft sé komið í leitirnar. Forseti Indónesíu hefur sent fjölskyldum þeirra sem fórust með kafbátnum samúðarkveðjur sínar að því er segir í frétt Sky News af málinu. Áætlað hafði verið að súrefnisbirgðir í bátnum yrðu á þrotum snemma morguns í gær og var því veik von um að báturinn myndi finnast í tæka tíð með tilliti til þessa. Fyrir liggur nú að báturinn hefur sokkið niður á um 850 metra dýpi, vel niður fyrir það hámark sem hann þolir. „Við höfum fengið myndir sem teknar voru neðansjávar sem staðfesta fund bátsins,“ sagði herforinginn Hadi Tjahjanto í samtali við fréttamenn í dag. „Með þessum sönnunargögnum getum við staðfest að [kafbáturinn] KRI Nanggala 402 hefur sokkið og að allir meðlimir áhafnarinnar eru látnir,“ bætti hann við. Í myndbandinu hér að ofan má sjá myndirnar sem teknar voru neðansjávar og sýndar voru á blaðamannafundinum. Ekki liggur fyrir hvers vegna báturinn sökk en grunur leikur á um að bilun hafi komið upp í rafmagnsbúnaði. Indónesíski herinn naut aðstoðar liðsauka víða að úr heiminum við leitina af kafbátnum. Indónesía Tengdar fréttir Fundu brak úr kafbátnum og persónulega muni áhafnarinnar Kafbáturinn sem hvarf á miðvikudaginn með 53 manna áhöfn innanborðs úti fyrir ströndum Balí er sokkinn að sögn indónesíska sjóhersins. 24. apríl 2021 13:34 Veik von um að kafbáturinn finnist í tæka tíð Dvínandi líkur eru taldar á því að kafbátur indónesíska sjóhersins, sem hvarf úti fyrir ströndum Balí, finnist í tæka tíð svo unnt sé að bjarga áhöfninni áður en súrefni verður á þrotum. 53 eru í áhöfninni en áætlað er að súrefni verði á þrotum nú að morgni laugardags að staðartíma. 24. apríl 2021 08:41 Bandaríkjaher leggur leitinni að kafbátnum lið Flugvélar Bandaríkjahers er nú á leiðinni til að aðstoða við leit að indónesískum kafbáti sem hvarf með 53 manna áhöfn við æfingar norður af Balí á miðvikudag. Aðeins nokkrar klukkustundir eru taldar til stefnu áður en súrefnið í kafbátnum er á þrotum. 23. apríl 2021 08:00 Leita horfins kafbáts við Balí Indónesíski sjóherinn leitar nú að kafbáti með á sjötta tug manna um borð sem hvarf við æfingar norður af eyjunni Balí. Óskað hefur verið eftir aðstoð yfirvalda í Ástralíu og Singapúr við leitina. 21. apríl 2021 11:04 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Í gær hafði báturinn sjálfur þó ekki fundist enn en nú virðist sem flakið sjálft sé komið í leitirnar. Forseti Indónesíu hefur sent fjölskyldum þeirra sem fórust með kafbátnum samúðarkveðjur sínar að því er segir í frétt Sky News af málinu. Áætlað hafði verið að súrefnisbirgðir í bátnum yrðu á þrotum snemma morguns í gær og var því veik von um að báturinn myndi finnast í tæka tíð með tilliti til þessa. Fyrir liggur nú að báturinn hefur sokkið niður á um 850 metra dýpi, vel niður fyrir það hámark sem hann þolir. „Við höfum fengið myndir sem teknar voru neðansjávar sem staðfesta fund bátsins,“ sagði herforinginn Hadi Tjahjanto í samtali við fréttamenn í dag. „Með þessum sönnunargögnum getum við staðfest að [kafbáturinn] KRI Nanggala 402 hefur sokkið og að allir meðlimir áhafnarinnar eru látnir,“ bætti hann við. Í myndbandinu hér að ofan má sjá myndirnar sem teknar voru neðansjávar og sýndar voru á blaðamannafundinum. Ekki liggur fyrir hvers vegna báturinn sökk en grunur leikur á um að bilun hafi komið upp í rafmagnsbúnaði. Indónesíski herinn naut aðstoðar liðsauka víða að úr heiminum við leitina af kafbátnum.
Indónesía Tengdar fréttir Fundu brak úr kafbátnum og persónulega muni áhafnarinnar Kafbáturinn sem hvarf á miðvikudaginn með 53 manna áhöfn innanborðs úti fyrir ströndum Balí er sokkinn að sögn indónesíska sjóhersins. 24. apríl 2021 13:34 Veik von um að kafbáturinn finnist í tæka tíð Dvínandi líkur eru taldar á því að kafbátur indónesíska sjóhersins, sem hvarf úti fyrir ströndum Balí, finnist í tæka tíð svo unnt sé að bjarga áhöfninni áður en súrefni verður á þrotum. 53 eru í áhöfninni en áætlað er að súrefni verði á þrotum nú að morgni laugardags að staðartíma. 24. apríl 2021 08:41 Bandaríkjaher leggur leitinni að kafbátnum lið Flugvélar Bandaríkjahers er nú á leiðinni til að aðstoða við leit að indónesískum kafbáti sem hvarf með 53 manna áhöfn við æfingar norður af Balí á miðvikudag. Aðeins nokkrar klukkustundir eru taldar til stefnu áður en súrefnið í kafbátnum er á þrotum. 23. apríl 2021 08:00 Leita horfins kafbáts við Balí Indónesíski sjóherinn leitar nú að kafbáti með á sjötta tug manna um borð sem hvarf við æfingar norður af eyjunni Balí. Óskað hefur verið eftir aðstoð yfirvalda í Ástralíu og Singapúr við leitina. 21. apríl 2021 11:04 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Fundu brak úr kafbátnum og persónulega muni áhafnarinnar Kafbáturinn sem hvarf á miðvikudaginn með 53 manna áhöfn innanborðs úti fyrir ströndum Balí er sokkinn að sögn indónesíska sjóhersins. 24. apríl 2021 13:34
Veik von um að kafbáturinn finnist í tæka tíð Dvínandi líkur eru taldar á því að kafbátur indónesíska sjóhersins, sem hvarf úti fyrir ströndum Balí, finnist í tæka tíð svo unnt sé að bjarga áhöfninni áður en súrefni verður á þrotum. 53 eru í áhöfninni en áætlað er að súrefni verði á þrotum nú að morgni laugardags að staðartíma. 24. apríl 2021 08:41
Bandaríkjaher leggur leitinni að kafbátnum lið Flugvélar Bandaríkjahers er nú á leiðinni til að aðstoða við leit að indónesískum kafbáti sem hvarf með 53 manna áhöfn við æfingar norður af Balí á miðvikudag. Aðeins nokkrar klukkustundir eru taldar til stefnu áður en súrefnið í kafbátnum er á þrotum. 23. apríl 2021 08:00
Leita horfins kafbáts við Balí Indónesíski sjóherinn leitar nú að kafbáti með á sjötta tug manna um borð sem hvarf við æfingar norður af eyjunni Balí. Óskað hefur verið eftir aðstoð yfirvalda í Ástralíu og Singapúr við leitina. 21. apríl 2021 11:04