Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða var birt í dag samhliða fjölgun fólks sem verið hefur bólusett og er unnið að því að landsmenn geti séð nokkurn veginn hvenær röðin kemur að þeim í bólusetningu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Á annað hundrað manns kom til landsins frá Hollandi síðdegis, en þetta er fyrsta flugvélin sem lendir frá hááhættusvæði eftir að ný lög tóku gildi um að farþegum frá slíku svæði sé skylt að fara beint á sóttkvíarhótel. Ætla má að nokkuð álag hafi verið á landamæravörðum í Leifsstöð og við verðum í beinni útsendingu frá flugvellinum og ræðum við yfirlögregluþjón. Við verðum einnig með lifandi sjónvarp frá sóttkvíarhótelinu, þar sem Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður verður tekinn tali um gang mála.

Fjallað verður áfram um aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum, sýnt verður frá risastórum degi í bólusetningum í Laugardalshöll og við verðum í beinni frá eldstöðvunum á Reykjanesi en þaðan hófst stórbrotin og óvenjuleg útsending klukkan 18:00 og stendur til klukkan átta í fyrramálið. Að jafnaði verða fimm til sex drónar á lofti í einu til að fanga þetta magnaða sjónarspil.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×