Grunnskólanemi í Þorlákshöfn greindist smitaður Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 19:36 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Magnús Hlynur Viðbúnaðarstig í Þorlákshöfn verður fært upp um stig eftir að grunnskólanemandi í bænum greindist smitaður af Covid-19 í dag, að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss. Hann segir yfirvöld undir það búin að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í Þorlákshöfn undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Elliði staðfestir við Vísi að nemandi við grunnskóla bæjarins hafi greinst smitaður og að það hafi kallað á frekari aðgerðir. Grunnskólinn verður lokaður út vikuna og verður hann aðeins opinn fyrir skimanir. Í Facebook-færslu sem Elliði skrifaði í kvöld kom fram að nemendur í 4., 5. og 7. bekk verði boðaðir í skimun auk starfsmanna. Smáskilaboð með boðun í skimun verði send í kvöld eða í fyrramálið. Starfsemi leikskóla bæjarins verður einnig verulega takmörkuð vegna smitanna í vikunni. Elliði segir að reynt verði að halda skólanum opnum með lágmarksviðbúnaði svo hægt verði að þjónusta framlínustarfsfólk. Foreldrar séu beðnir um að halda börnum sínum heima ef þeir hafi möguleika á því. „Við erum mjög þakklát fyrir þennan skilning sem foreldrar sýna stöðunni. Til marks um það þá eru 111 börn í leikskólanum á venjulegum degi en þau voru eingöngu sex í dag,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn hefur ekki frekari upplýsingar um fjölda smita í bænum en útlit sé fyrir að samfélagslegt smit sé í gangi. Ekki sé vitað hversu útbreitt það sé. Afbrigði veirunnar sem greindist í bænum sé þannig að fólk geti gengið með það í einhverja daga áður en það fær fyrstu einkenni. Mögulegt er að samfélagið sé byrjað að skella skollaeyrum við fyrstu einkennum, að sögn Elliða. Því segir hann mikilvægt að fólk fari strax í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. „Við erum búin undir það. Það er þá betra að vera búin undir það ef það gerist ekki en öfugt,“ segir Elliði spurður að því hvort að hann eigi von á að fleiri greinist smitaðir. Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í Þorlákshöfn undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Elliði staðfestir við Vísi að nemandi við grunnskóla bæjarins hafi greinst smitaður og að það hafi kallað á frekari aðgerðir. Grunnskólinn verður lokaður út vikuna og verður hann aðeins opinn fyrir skimanir. Í Facebook-færslu sem Elliði skrifaði í kvöld kom fram að nemendur í 4., 5. og 7. bekk verði boðaðir í skimun auk starfsmanna. Smáskilaboð með boðun í skimun verði send í kvöld eða í fyrramálið. Starfsemi leikskóla bæjarins verður einnig verulega takmörkuð vegna smitanna í vikunni. Elliði segir að reynt verði að halda skólanum opnum með lágmarksviðbúnaði svo hægt verði að þjónusta framlínustarfsfólk. Foreldrar séu beðnir um að halda börnum sínum heima ef þeir hafi möguleika á því. „Við erum mjög þakklát fyrir þennan skilning sem foreldrar sýna stöðunni. Til marks um það þá eru 111 börn í leikskólanum á venjulegum degi en þau voru eingöngu sex í dag,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn hefur ekki frekari upplýsingar um fjölda smita í bænum en útlit sé fyrir að samfélagslegt smit sé í gangi. Ekki sé vitað hversu útbreitt það sé. Afbrigði veirunnar sem greindist í bænum sé þannig að fólk geti gengið með það í einhverja daga áður en það fær fyrstu einkenni. Mögulegt er að samfélagið sé byrjað að skella skollaeyrum við fyrstu einkennum, að sögn Elliða. Því segir hann mikilvægt að fólk fari strax í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. „Við erum búin undir það. Það er þá betra að vera búin undir það ef það gerist ekki en öfugt,“ segir Elliði spurður að því hvort að hann eigi von á að fleiri greinist smitaðir.
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira