Þá eru óveðursský að safnast á lofti í verðbólgumálum en verðbólga mældist 4,6 prósent í þessum mánuði. Það er ríflega tveimur prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og því gæti hann farið að huga að hækkun vaxta til að slá á þensluna sem aðallega er rakin til mikillar hækkunar á húsnæðisverði.
Við kíkjum einnig í nýtt og glæsilegt baðhús í Kópavogi. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan átján þrjátíu. Hægt er að hlusta á fréttatímann í spilaranum hér að neðan.