Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum greinum við frá nýjustu efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar í dag og fela meðal annars í sér þrjátíu þúsund króna barnabótaauka og hundrað þúsund króna eingreiðslu til þeirra sem hafa lengst verið atvinnulausir.

Þá skoðum við horfur í verðbólgumálum sem gætu leitt til hækkunar vaxta á næstu mánuðum. 

Við heyrum í sóttvarnalækni sem telur ekki líklegt að hægt verði að slaka mikið á sóttvarnaaðgerðum í næstu viku þegar núgildandi takmarkanir renna úr gildi. Hins vegar eru góðar fréttir úr flugheiminum því um tuttugu flugfélög fyrirhuga áætlunarflug til Íslands í sumar. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×