Um fimmtíu manns berjast við meiriháttar sinubruna í Heiðmörk sem teygir sig í austurátt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 4. maí 2021 16:06 Eldurinn er á leið frá byggð. Vísir/RAX Allt tiltækt lið slökkviliðs, þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk hefur sinnt illviðráðanlegum sinubruna í Heiðmörk síðan rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt slökkviliðinu er bruninn að færast í aukana og teygir sig í austurátt. „Þetta er að aukast og við erum að kalla út meiri mannskap. Við erum með allt okkar á svæðinu,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að tekist hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu í allar áttir og nú færist eldurinn austur úr. „Þetta mætti ganga betur,“ segir Birgir. Sjá má atburðarásina í myndbandi Duncan Cardew hér að neðan: Eldurinn er á leið í átt frá byggð, en nálægð hans við vatnsverndarsvæði veldur áhyggjum. Það geymir vatnsból fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn logar sunnan við Vífilsstaðavatn og að sögn Birgis ógnar eldurinn skóginum á svæðinu. Á svæðinu er blanda af skógrækt og sinu og eldurinn hleypur því úr sinu og inn í skóginn. Sjá einnig: Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Það er lítið um aðkomuleiðir að svæðinu, þannig að flytja þarf vatnið langar leiðir. Slökkviliðið hefur verið önnum kafið frá því að eldurinn braust út. Minnst fimmtíu manns eru að störfum á svæðinu samkvæmt varðstjóra. Vegfarendum er ráðið frá því að leita á svæðið, sem er vinsælt útivistarsvæði. Hér má sjá beina útsendingu Vísis frá því á sjötta tímanum í dag. Myndbandið er um 23 mínútur að lengd. Gríðarmikinn reyk leggur frá eldinum, sem sést jafnvel á Akranesi, eins og sjá má í vaktinni hér að neðan. Þyrla Landhelgisgæslunnar notar svokallaða slökkviskjólu til að aðstoða við slökkvistörf. Hún tekur 1660 lítra af vatni. Þyrlan sækir vatn í Vífilsstaðavatn og tæmir úr skjólunni yfir eldinum. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir eldinn enn sem komið er brenna nokkuð fjarri vatnsbólum höfuðborgarsvæðisbúa í Gvenndabrunnum og Vatnsendakrikum. Hér má sjá drónamyndband sem tekið var af eldinum í dag. Fylgst er með gangi mála í vaktinni neðst í fréttinni.
„Þetta er að aukast og við erum að kalla út meiri mannskap. Við erum með allt okkar á svæðinu,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að tekist hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu í allar áttir og nú færist eldurinn austur úr. „Þetta mætti ganga betur,“ segir Birgir. Sjá má atburðarásina í myndbandi Duncan Cardew hér að neðan: Eldurinn er á leið í átt frá byggð, en nálægð hans við vatnsverndarsvæði veldur áhyggjum. Það geymir vatnsból fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn logar sunnan við Vífilsstaðavatn og að sögn Birgis ógnar eldurinn skóginum á svæðinu. Á svæðinu er blanda af skógrækt og sinu og eldurinn hleypur því úr sinu og inn í skóginn. Sjá einnig: Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Það er lítið um aðkomuleiðir að svæðinu, þannig að flytja þarf vatnið langar leiðir. Slökkviliðið hefur verið önnum kafið frá því að eldurinn braust út. Minnst fimmtíu manns eru að störfum á svæðinu samkvæmt varðstjóra. Vegfarendum er ráðið frá því að leita á svæðið, sem er vinsælt útivistarsvæði. Hér má sjá beina útsendingu Vísis frá því á sjötta tímanum í dag. Myndbandið er um 23 mínútur að lengd. Gríðarmikinn reyk leggur frá eldinum, sem sést jafnvel á Akranesi, eins og sjá má í vaktinni hér að neðan. Þyrla Landhelgisgæslunnar notar svokallaða slökkviskjólu til að aðstoða við slökkvistörf. Hún tekur 1660 lítra af vatni. Þyrlan sækir vatn í Vífilsstaðavatn og tæmir úr skjólunni yfir eldinum. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir eldinn enn sem komið er brenna nokkuð fjarri vatnsbólum höfuðborgarsvæðisbúa í Gvenndabrunnum og Vatnsendakrikum. Hér má sjá drónamyndband sem tekið var af eldinum í dag. Fylgst er með gangi mála í vaktinni neðst í fréttinni.
Reykjavík Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira