Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 91-76 | Grannaslagur í næstu umferð Andri Már Eggertsson skrifar 10. maí 2021 22:22 Valur - Þór Akureyri. Domino's deild karla. Vetur 2020-2021. Körfubolti. Grindavík byrjaði að hitta betur en Valsmenn í upphafi leiks sem jafnaðist þó fljótt út þegar Miguel Cardoso braut ísinn fyrir Val með þriggja stiga körfu. Bæði Miguel Cardoso og Ólafur Ólafsson voru í stuði í fyrri hálfleik. Miguel Cardoso gerði 16 stig í fyrri hálfleik fyrir Val. Ólafur Ólafsson hækkaði um einn og skilaði 17 stigum í fyrri hálfleik fyrir Grindavík. Fyrsta áhlaup leiksins tóku Valsmenn í stöðunni 17 - 17. Þá mætti Jordan Roland til starfa og tók mikið til sín og skilaði 9 af næstu 13 stigum Vals sem endaði með 10 - 0 kafla heimamanna. Grindavík vann sig inn í leikinn í öðrum leikhluta, hægt og bítandi fóru þeir að minnka niður forskot Vals sem endaði með að þeir jöfnuðu leikinn en nær komust þeir ekki og staðan 44 - 41 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað. Það var lítið skorað í þriðja leikhluta hjá báðum liðum. Grindavík sýndi baráttu anda á þessum kafla í vörninni en gerður lítið sóknarlega á þessum tíma. Valur hélt áfram að spila góða vörn sem var þeirra aðalsmerki í seinni hálfleik. Grindavík skoraði aðeins 35 stig í seinni hálfleik og nýttu Valsmenn sér það í hröðum sóknum og leiknum lauk með sigri Vals 91 - 76. Valsmenn mæta KR í næstu umferð.vísir/hulda Af hverju vann Valur? Þeir bjuggu sér til 10 stiga forskot í upphafi leiks sem setti þá í bílstjórasætið strax í upphafi. Varnarleikur Vals small síðan í seinni hálfleik sem varð til þess að þeir voru með öll völd á vellinum og kláruðu leikinn sannfærandi að lokum. Valur fékk gott framlag úr mörgum áttum. Fjórir leikmenn skiluðu yfir 15 stigum sem gerði Grindvíkingum erfitt fyrir að reyna lesa þá. Hverjir stóðu upp úr? Miguel Cardoso átti líklega sinn besta leik í búningi Vals. Miguel setti tóninn í fyrri hálfleik. Hann gerði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar. Hjálmar Stefánsson var góður á báðum endum vallarins í seinni hálfleik. Hjálmar skilaði 22 stigum og gaf 4 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Grindavík létu valta yfir sig í seinni hálfleik. Þeir skoruðu aðeins 35 stig í seinni hálfleik, þeir tóku léleg skot ásamt því að vera tapa boltanum sem Valur refsaði mikið fyrir. Ólafur Ólafsson átti frábæran fyrri hálfleik, en var í engum takt við leikinn í seinni hálfleik. Ólafur gerði 17 stig í fyrri hálfleik en komst ekki á blað í seinni hálfleik sem voru mikil vonbrigði fyrir Grindvíkinga. Valur tók aðeins 28 fráköst í leiknum sem er afar lítið. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er úrslitakeppnin þar sem Valur og KR mætast í fyrstu umferð. Grindavík fær útileik á móti Stjörnunni. Finnur Freyr Stefánsson er á leið með Val í úrslitakeppni. Finnur Freyr: Vörnin small í fjórða leikhluta Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var kátur með að markmið kvöldsins hafi gengið upp sem var að fá heimaleik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Mér fannst við gera ákveðna hluti vel en við vorum mjög opnir varnarlega sem gerði það að verkum að Grindavík fékk auðveldar körfur," sagði Finnur Freyr. Leikurinn var jafn til að byrja með en Valur átti fyrsta áhlaup leiksins sem kom þeim í 10 stiga forskot snemma í öðrum leikhluta og gat Finnur glaðst yfir þeirri spilamennsku. „Þessi leikur var fram og til baka. Við áttum fína kafla en duttum síðan niður inn á milli sem kom þeim inn í leikinn. Í fjórða leikhluta náðum við loksins að binda saman vörnina í lengri tíma en 2-3 sóknir sem skildi liðin af." Úrslitakeppnin byrjar með látum í fyrstu umferð þar sem Reykjavíkur liðin Valur og KR mætast í Origo höllinni. „Við vissum það fyrir leik að við myndum enda á móti sterkum andstæðing sama hvernig leikirnir færu. KR er sterkur mótherji, þeir eru með vel mannað lið og verður erfitt að eiga við þá." Sinisa Bilic leikmaður Vals meiddist á móti Keflavík í síðasta leik og var ekki með liðinu í kvöld. Finnur sagði að það þyrfti að hafa litlar áhyggjur af honum sem verður klár fyrir næsta verkefni. Daníel Guðni hefur gert góða hluti með Grindavík.vísir/bára Daníel Guðni: Ánægður með að við töpuðum ekki með 40 stigum „Það var margt í ólagi í kvöld, það var meiri kraftur í Vals liðinu ásamt vinnusemi og ef maður lendir undir í þeim þáttum þá tapast leikurinn," sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur. „Valur átti góðan kafla í fyrsta leikhluta, þar vorum við illa skipulagðir og óskynsamir í okkar aðgerðum sem þeir nýttu sér vel." Grindavík gerði vel framan af leik að minnka alltaf forskot Vals niður en að lokum var bensínið búið á tanknum hjá Grindavík. „Við vorum bara lélegir í vörn á þessum kafla, vorum seinir að skipta á mönnum sem bæði Kristófer Acox og Hjálmar Stefánsson nýttu sér. Ég er þó ánægður með að sjá að þetta er hluti af því sem við þurfum að bæta fyrir næsta verkefni." Daníel Guðni átti í erfiðleikum með að vera jákvæður eftir leik, hann gladdist bæði yfir því að Dagur Kár Jónsson er mættur aftur í liðið sem og að hans menn töpuðu ekki með 40 stigum. Dominos-deild karla Valur UMF Grindavík
Grindavík byrjaði að hitta betur en Valsmenn í upphafi leiks sem jafnaðist þó fljótt út þegar Miguel Cardoso braut ísinn fyrir Val með þriggja stiga körfu. Bæði Miguel Cardoso og Ólafur Ólafsson voru í stuði í fyrri hálfleik. Miguel Cardoso gerði 16 stig í fyrri hálfleik fyrir Val. Ólafur Ólafsson hækkaði um einn og skilaði 17 stigum í fyrri hálfleik fyrir Grindavík. Fyrsta áhlaup leiksins tóku Valsmenn í stöðunni 17 - 17. Þá mætti Jordan Roland til starfa og tók mikið til sín og skilaði 9 af næstu 13 stigum Vals sem endaði með 10 - 0 kafla heimamanna. Grindavík vann sig inn í leikinn í öðrum leikhluta, hægt og bítandi fóru þeir að minnka niður forskot Vals sem endaði með að þeir jöfnuðu leikinn en nær komust þeir ekki og staðan 44 - 41 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað. Það var lítið skorað í þriðja leikhluta hjá báðum liðum. Grindavík sýndi baráttu anda á þessum kafla í vörninni en gerður lítið sóknarlega á þessum tíma. Valur hélt áfram að spila góða vörn sem var þeirra aðalsmerki í seinni hálfleik. Grindavík skoraði aðeins 35 stig í seinni hálfleik og nýttu Valsmenn sér það í hröðum sóknum og leiknum lauk með sigri Vals 91 - 76. Valsmenn mæta KR í næstu umferð.vísir/hulda Af hverju vann Valur? Þeir bjuggu sér til 10 stiga forskot í upphafi leiks sem setti þá í bílstjórasætið strax í upphafi. Varnarleikur Vals small síðan í seinni hálfleik sem varð til þess að þeir voru með öll völd á vellinum og kláruðu leikinn sannfærandi að lokum. Valur fékk gott framlag úr mörgum áttum. Fjórir leikmenn skiluðu yfir 15 stigum sem gerði Grindvíkingum erfitt fyrir að reyna lesa þá. Hverjir stóðu upp úr? Miguel Cardoso átti líklega sinn besta leik í búningi Vals. Miguel setti tóninn í fyrri hálfleik. Hann gerði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar. Hjálmar Stefánsson var góður á báðum endum vallarins í seinni hálfleik. Hjálmar skilaði 22 stigum og gaf 4 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Grindavík létu valta yfir sig í seinni hálfleik. Þeir skoruðu aðeins 35 stig í seinni hálfleik, þeir tóku léleg skot ásamt því að vera tapa boltanum sem Valur refsaði mikið fyrir. Ólafur Ólafsson átti frábæran fyrri hálfleik, en var í engum takt við leikinn í seinni hálfleik. Ólafur gerði 17 stig í fyrri hálfleik en komst ekki á blað í seinni hálfleik sem voru mikil vonbrigði fyrir Grindvíkinga. Valur tók aðeins 28 fráköst í leiknum sem er afar lítið. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er úrslitakeppnin þar sem Valur og KR mætast í fyrstu umferð. Grindavík fær útileik á móti Stjörnunni. Finnur Freyr Stefánsson er á leið með Val í úrslitakeppni. Finnur Freyr: Vörnin small í fjórða leikhluta Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var kátur með að markmið kvöldsins hafi gengið upp sem var að fá heimaleik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Mér fannst við gera ákveðna hluti vel en við vorum mjög opnir varnarlega sem gerði það að verkum að Grindavík fékk auðveldar körfur," sagði Finnur Freyr. Leikurinn var jafn til að byrja með en Valur átti fyrsta áhlaup leiksins sem kom þeim í 10 stiga forskot snemma í öðrum leikhluta og gat Finnur glaðst yfir þeirri spilamennsku. „Þessi leikur var fram og til baka. Við áttum fína kafla en duttum síðan niður inn á milli sem kom þeim inn í leikinn. Í fjórða leikhluta náðum við loksins að binda saman vörnina í lengri tíma en 2-3 sóknir sem skildi liðin af." Úrslitakeppnin byrjar með látum í fyrstu umferð þar sem Reykjavíkur liðin Valur og KR mætast í Origo höllinni. „Við vissum það fyrir leik að við myndum enda á móti sterkum andstæðing sama hvernig leikirnir færu. KR er sterkur mótherji, þeir eru með vel mannað lið og verður erfitt að eiga við þá." Sinisa Bilic leikmaður Vals meiddist á móti Keflavík í síðasta leik og var ekki með liðinu í kvöld. Finnur sagði að það þyrfti að hafa litlar áhyggjur af honum sem verður klár fyrir næsta verkefni. Daníel Guðni hefur gert góða hluti með Grindavík.vísir/bára Daníel Guðni: Ánægður með að við töpuðum ekki með 40 stigum „Það var margt í ólagi í kvöld, það var meiri kraftur í Vals liðinu ásamt vinnusemi og ef maður lendir undir í þeim þáttum þá tapast leikurinn," sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur. „Valur átti góðan kafla í fyrsta leikhluta, þar vorum við illa skipulagðir og óskynsamir í okkar aðgerðum sem þeir nýttu sér vel." Grindavík gerði vel framan af leik að minnka alltaf forskot Vals niður en að lokum var bensínið búið á tanknum hjá Grindavík. „Við vorum bara lélegir í vörn á þessum kafla, vorum seinir að skipta á mönnum sem bæði Kristófer Acox og Hjálmar Stefánsson nýttu sér. Ég er þó ánægður með að sjá að þetta er hluti af því sem við þurfum að bæta fyrir næsta verkefni." Daníel Guðni átti í erfiðleikum með að vera jákvæður eftir leik, hann gladdist bæði yfir því að Dagur Kár Jónsson er mættur aftur í liðið sem og að hans menn töpuðu ekki með 40 stigum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti