Aðgerðum ef til vill breytt á landamærunum Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2021 19:15 Með fjölgun ferðamanna reynir á getu rannsóknarstofu til að greina sýni og því gæti aðgerðum á landamærunum verið breytt. Vísir/Vilhelm Mögulega verður dregið úr sóttvarnaaðgerðum á landamærum á næstunni gagnvart þeim sem eru annað hvort bólusettir eða hafa jafnað sig á covid 19 sjúkdómnum. Sóttvarnalæknir telur núgildandi aðgerðir duga gegn útbreiðslu indverska afbrigðis covid 19 hér á landi. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af einn utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tvo hafa greinst á landamærunum með indverkst afbriði veirunar að undanförnu. Báðir séu í sóttkví í sóttvarnahúsi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að núgildandi aðgerðir nái að halda aftur að útbreiðslu indverska afbrigðisins hér á landi en tveir hafa nú þegar greinst með það hér á landi.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé engin sérstök ástæða til að hafa áhyggjur af því. Alla vega á þessari stundu. Þetta var fólk sem var að koma erlendis frá og greindist á landamærunum. Þannig að ég hef fulla trú á að þær ráðstafanir sem við erum með í gangi muni koma í veg fyrir að við fáum einhverja útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Bólusetningar gangi vel á sama tíma og farþegum til landsins fari fjölgandi. Almannavarnastig vegna covid hefur verið fært úr neyðarástandi í hættustig og líkur á að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt enn frekar í næstu eða þar næstu viku í samræmi við afléttingaráætlun stjórnvalda. Þórólfur segir einnig koma til greina að breyta ráðstöfunum á landamærunum. „Þetta helgast allt af greiningargetunni inni á rannsóknarstofu. Hvað getum við annað mörgum sýnum. Ef það er alveg augljóst að við getum ekki annað þeim fjölda sýna sem við þurfum að taka þurfum við að hugsa þetta upp á nýtt. Annað hvort þurfum við að breyta skipulaginu. Taka sýnin öðruvísi, taka færri sýni eða greina sýnin einhvern veginn öðruvísi,“ segir Þórólfur Alma Möller landlæknir leggur mikla áherslu á að fólk uppfæri rakningarappið sem nú styðst við bluetooth tækni og getur safnað upplýsingum um hvaða fólk hittist en upplýsingarnar eru dulkóðaðar.Vísir/Vilhelm Reiknað er með að lokið verði við bólusetningu allra forgangshópa eftir um hálfan mánuð og þá verði byrjað að boða þá sem eftir eru með slembiúrtaki. Sóttvarnalæknir segir þetta engu breyta um að hjarðónæmi verði vonandi náð um mánaðamóti júní – júlí. Alma Möller landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið með því að opna gamla appið. „En við teljum að það verði afar mikilvægt nú á næstunni þegar við vonandi förum að slaka meira á hér innanlands. Smitrakning er og verður einn af hornsteinum okkar aðgerða til að spirna við covid 19,“ segir Alma. Ólafur Ragnarsson verkefnastjóri hjá embætti landlæknis segir nýja uppfærslu rakningarappsins hafa það fram yfir eldri útfærslu að það geymi upplýsingar um fólk sem umgengst án þess að það þekki hvort annað.Vísir/Arnar Ólafur Ragnarsson verkefnastjóri hjá embætti landlæknis segir nýja appið geta rakið saman fólk sem þekkist ekki þar sem persónuverndar sé þó gætt í hvívetna. „Ef við myndum standa hér og tala saman í fimmtán mínútur og svo færi ég í sýnatöku eftir tvo daga og reyndist jákvæður myndi ég senda lyklana mína og þú fengir þá tilkynningu og viðvörun. En þú veist ekki hvaðan það kemur,“ segir Ólafur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á hættustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnarlækni, hefur ákveðið að lækka almannavarnastig vegna COVID-19 frá neyðarstigi niður á hættustig. 12. maí 2021 13:24 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af einn utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tvo hafa greinst á landamærunum með indverkst afbriði veirunar að undanförnu. Báðir séu í sóttkví í sóttvarnahúsi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að núgildandi aðgerðir nái að halda aftur að útbreiðslu indverska afbrigðisins hér á landi en tveir hafa nú þegar greinst með það hér á landi.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé engin sérstök ástæða til að hafa áhyggjur af því. Alla vega á þessari stundu. Þetta var fólk sem var að koma erlendis frá og greindist á landamærunum. Þannig að ég hef fulla trú á að þær ráðstafanir sem við erum með í gangi muni koma í veg fyrir að við fáum einhverja útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Bólusetningar gangi vel á sama tíma og farþegum til landsins fari fjölgandi. Almannavarnastig vegna covid hefur verið fært úr neyðarástandi í hættustig og líkur á að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt enn frekar í næstu eða þar næstu viku í samræmi við afléttingaráætlun stjórnvalda. Þórólfur segir einnig koma til greina að breyta ráðstöfunum á landamærunum. „Þetta helgast allt af greiningargetunni inni á rannsóknarstofu. Hvað getum við annað mörgum sýnum. Ef það er alveg augljóst að við getum ekki annað þeim fjölda sýna sem við þurfum að taka þurfum við að hugsa þetta upp á nýtt. Annað hvort þurfum við að breyta skipulaginu. Taka sýnin öðruvísi, taka færri sýni eða greina sýnin einhvern veginn öðruvísi,“ segir Þórólfur Alma Möller landlæknir leggur mikla áherslu á að fólk uppfæri rakningarappið sem nú styðst við bluetooth tækni og getur safnað upplýsingum um hvaða fólk hittist en upplýsingarnar eru dulkóðaðar.Vísir/Vilhelm Reiknað er með að lokið verði við bólusetningu allra forgangshópa eftir um hálfan mánuð og þá verði byrjað að boða þá sem eftir eru með slembiúrtaki. Sóttvarnalæknir segir þetta engu breyta um að hjarðónæmi verði vonandi náð um mánaðamóti júní – júlí. Alma Möller landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið með því að opna gamla appið. „En við teljum að það verði afar mikilvægt nú á næstunni þegar við vonandi förum að slaka meira á hér innanlands. Smitrakning er og verður einn af hornsteinum okkar aðgerða til að spirna við covid 19,“ segir Alma. Ólafur Ragnarsson verkefnastjóri hjá embætti landlæknis segir nýja uppfærslu rakningarappsins hafa það fram yfir eldri útfærslu að það geymi upplýsingar um fólk sem umgengst án þess að það þekki hvort annað.Vísir/Arnar Ólafur Ragnarsson verkefnastjóri hjá embætti landlæknis segir nýja appið geta rakið saman fólk sem þekkist ekki þar sem persónuverndar sé þó gætt í hvívetna. „Ef við myndum standa hér og tala saman í fimmtán mínútur og svo færi ég í sýnatöku eftir tvo daga og reyndist jákvæður myndi ég senda lyklana mína og þú fengir þá tilkynningu og viðvörun. En þú veist ekki hvaðan það kemur,“ segir Ólafur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á hættustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnarlækni, hefur ákveðið að lækka almannavarnastig vegna COVID-19 frá neyðarstigi niður á hættustig. 12. maí 2021 13:24 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á hættustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnarlækni, hefur ákveðið að lækka almannavarnastig vegna COVID-19 frá neyðarstigi niður á hættustig. 12. maí 2021 13:24