Kona nýkomin frá útlöndum fékk hríðir á sóttkvíarhóteli Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 10:30 Konan dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í sóttkví á Hótel Kletti. Hótel klettur Reiknað er með að Hótel Rauðará við Rauðarárstíg verði tekið í notkun sem nýtt sóttkvíarhótel í dag. Fimm flugvélar með farþega frá hááhættusvæðum eru væntanlegar til landsins síðdegis. Þá hefur ýmislegt gengið á á sóttkvíarhótelum landsins, að sögn umsjónarmanns; aðfaranótt laugardags fékk kona hríðir á sóttkvíarhóteli í Reykjavík. Með opnun hótel Rauðarár verða sóttkvíarhótel á fjórum stöðum í Reykjavík. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins áætlar að nú í morgun séu hátt í fimm hundruð gestir á hótelunum. Von er á mörgum farþegum til landsins í dag en alls átta flugvélar eru á áætlun á Keflavíkurflugvelli. „Það eru að koma held ég einhverjar fimm vélar frá rauðum löndum og þar á meðal frá Póllandi og það er mikið af fólki sem kemur vanalega frá þessum löndum sem við þurfum að hýsa,“ segir Gylfi. „Einhverjar sýnatökur eru í dag en þetta væru líklegast einhvers staðar á bilinu fimm til sex hundruð manns sem verða hjá okkur eftir daginn, gæti teygt sig yfir sex hundruð.“ Gylfi Þór Þórsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/vilhelm Farþegar frá Póllandi geta nú sótt um undanþágu frá dvöl á sóttkvíarhóteli. Gylfi segir að undanfarið hafi það færst í aukana að fólk sæki um undanþágu. „En undanþága er ekki veitt nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, við vitum ekki fyrr en vélin í raun lendir og fólk afgreitt út úr tolli hverjir koma og hverjir ekki, það þýðir það að við þurfum að vera undirbúin undir það að taka á móti fleirum en færri.“ Gylfi segir að lítið hafi verið um partístand á sóttkvíarhótelunum um helgina en ýmislegt hafi þó gengið á. Aðfaranótt laugardags fékk erlend kona, sem nýkomin var til landsins ásamt fjölskyldu sinni, hríðir á Hótel Kletti, einu sóttkvíarhótelanna. „En sem betur fer komst hún upp á fæðingardeild áður en af því varð þannig að líf eru farin að fæðast í farsóttarhúsum.“ Móður og barni heilsast vel, að sögn Gylfa, og ætti fjölskylda konunnar að losna úr sóttkví eftir sýnatöku í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Með opnun hótel Rauðarár verða sóttkvíarhótel á fjórum stöðum í Reykjavík. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins áætlar að nú í morgun séu hátt í fimm hundruð gestir á hótelunum. Von er á mörgum farþegum til landsins í dag en alls átta flugvélar eru á áætlun á Keflavíkurflugvelli. „Það eru að koma held ég einhverjar fimm vélar frá rauðum löndum og þar á meðal frá Póllandi og það er mikið af fólki sem kemur vanalega frá þessum löndum sem við þurfum að hýsa,“ segir Gylfi. „Einhverjar sýnatökur eru í dag en þetta væru líklegast einhvers staðar á bilinu fimm til sex hundruð manns sem verða hjá okkur eftir daginn, gæti teygt sig yfir sex hundruð.“ Gylfi Þór Þórsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/vilhelm Farþegar frá Póllandi geta nú sótt um undanþágu frá dvöl á sóttkvíarhóteli. Gylfi segir að undanfarið hafi það færst í aukana að fólk sæki um undanþágu. „En undanþága er ekki veitt nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, við vitum ekki fyrr en vélin í raun lendir og fólk afgreitt út úr tolli hverjir koma og hverjir ekki, það þýðir það að við þurfum að vera undirbúin undir það að taka á móti fleirum en færri.“ Gylfi segir að lítið hafi verið um partístand á sóttkvíarhótelunum um helgina en ýmislegt hafi þó gengið á. Aðfaranótt laugardags fékk erlend kona, sem nýkomin var til landsins ásamt fjölskyldu sinni, hríðir á Hótel Kletti, einu sóttkvíarhótelanna. „En sem betur fer komst hún upp á fæðingardeild áður en af því varð þannig að líf eru farin að fæðast í farsóttarhúsum.“ Móður og barni heilsast vel, að sögn Gylfa, og ætti fjölskylda konunnar að losna úr sóttkví eftir sýnatöku í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira