Kostnaðarþátttaka ríkisins vegna gleraugna fyrir börn aukin úr 30 í 70 milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. maí 2021 14:33 Ásmundur segir börn eiga að geta notið sömu gæða óháð fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar fjögurra ára barns með +3.0 sjónskerðingu á báðum augum fengu áður 7.000 krónur endurgreiddar vegna gleraugnakaupa árlega en mun frá og með 1. júní næstkomandi fá 20.000 krónur tvisvar á ári. Þá tekur gildi ný reglugerð um endurgreiðslur vegna kaupa á sjónglerjum og snertilinsum. Það er Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu sem sér um endurgreiðslurnar en þetta er í fyrsta sinn frá 2005 sem kostnaðarþátttaka ríkisins hefur verið endurskoðuð. Foreldrar barna sem þurfa gleraugu hafa löngum bent á það misræmi sem hefur verið í kostnaðarþátttöku ríkisins í heyrnartækjum annars vegar og gleraugum hins vegar. Heyrnatæki barna hafa verið endurgreidd að fullu en þátttaka í gleraugnakostnaði numið nokkrum þúsundum króna. Þetta skiptir marga miklu máli, þar sem gleraugu eru dýr og sjón barna fljót að breytast. Sérstök áhersla lögð á yngsta hópinn „Þetta hefur ekki verið endurskoðað í sextán ár og það var kominn tími til að stíga þetta skref,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. „Í mínum huga er það þannig að þegar svona er, að börn þarfnast gleraugna, þá á hið opinbera að taka þátt í því,“ segir hann. Ekki sé um að ræða lokaskref, heldur fyrsta skref í átt að fullri greiðsluþátttöku. Samkvæmt gömlu gjaldskránni var verið að endurgreiða frá 3.500 til 7.500 krónur á gler eftir styrkleika, misoft eftir aldri barnsins. Nú verður „gjaldskráin“ einfölduð og endurgreiðslur nema 10.000 til 20.000 krónur fyrir hefðbundin gler. Ásmundur segir að sérstök áhersla sé lögð á að bæta í hjá yngsta aldurshópnum en til viðbótar við dæmið hér fyrir ofan má til dæmis nefna að foreldrar níu ára barns sem þarfnast gleraugna sem eru +5.0 að styrk fengu áður 8.000 krónur annað hvert ár en fá núna 15.000 krónur árlega. Þá geta fullorðnir sem eru með ákveðna augnsjúkdóma nú fengið 50.000 krónur endurgreiddar þriðja hvert ár vegna margskiptra glerja en fengu áður 27.000 krónur. Aðgerð í þágu jöfnuðar Samhliða gildistöku reglugerðarinnar verður framlag til málaflokksins aukið úr 30 milljónum í 70 milljónir. Ásmundur segir afgreiðslu málsins hafa tekið sinn tíma þar sem ekki sé um einskiptisfjárframlag að ræða, heldur varanlega aukningu. Hann segist ekki kunna á því skýringar hvers vegna heyrnatækin hafi verið endurgreidd að fullu en gleraugun ekki. „Í mínum huga þá er hvoru tveggja afar mikilvægt þroska barnsins,“ segir hann. „Ef við ætlum að auka jöfnuð í samfélaginu þá gerum við það líka í gegnum svona aðgerðir, hvort sem það er stuðningur sem einstaklingur þarf til að jafna leikinn eða aðrir þættir eins og tómstundir og íþróttir. Þeim mun meiri jöfnuð sem við tryggjum meðal barnanna okkar, því sterkara verður samfélagið til lengri tíma.“ Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Þá tekur gildi ný reglugerð um endurgreiðslur vegna kaupa á sjónglerjum og snertilinsum. Það er Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu sem sér um endurgreiðslurnar en þetta er í fyrsta sinn frá 2005 sem kostnaðarþátttaka ríkisins hefur verið endurskoðuð. Foreldrar barna sem þurfa gleraugu hafa löngum bent á það misræmi sem hefur verið í kostnaðarþátttöku ríkisins í heyrnartækjum annars vegar og gleraugum hins vegar. Heyrnatæki barna hafa verið endurgreidd að fullu en þátttaka í gleraugnakostnaði numið nokkrum þúsundum króna. Þetta skiptir marga miklu máli, þar sem gleraugu eru dýr og sjón barna fljót að breytast. Sérstök áhersla lögð á yngsta hópinn „Þetta hefur ekki verið endurskoðað í sextán ár og það var kominn tími til að stíga þetta skref,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. „Í mínum huga er það þannig að þegar svona er, að börn þarfnast gleraugna, þá á hið opinbera að taka þátt í því,“ segir hann. Ekki sé um að ræða lokaskref, heldur fyrsta skref í átt að fullri greiðsluþátttöku. Samkvæmt gömlu gjaldskránni var verið að endurgreiða frá 3.500 til 7.500 krónur á gler eftir styrkleika, misoft eftir aldri barnsins. Nú verður „gjaldskráin“ einfölduð og endurgreiðslur nema 10.000 til 20.000 krónur fyrir hefðbundin gler. Ásmundur segir að sérstök áhersla sé lögð á að bæta í hjá yngsta aldurshópnum en til viðbótar við dæmið hér fyrir ofan má til dæmis nefna að foreldrar níu ára barns sem þarfnast gleraugna sem eru +5.0 að styrk fengu áður 8.000 krónur annað hvert ár en fá núna 15.000 krónur árlega. Þá geta fullorðnir sem eru með ákveðna augnsjúkdóma nú fengið 50.000 krónur endurgreiddar þriðja hvert ár vegna margskiptra glerja en fengu áður 27.000 krónur. Aðgerð í þágu jöfnuðar Samhliða gildistöku reglugerðarinnar verður framlag til málaflokksins aukið úr 30 milljónum í 70 milljónir. Ásmundur segir afgreiðslu málsins hafa tekið sinn tíma þar sem ekki sé um einskiptisfjárframlag að ræða, heldur varanlega aukningu. Hann segist ekki kunna á því skýringar hvers vegna heyrnatækin hafi verið endurgreidd að fullu en gleraugun ekki. „Í mínum huga þá er hvoru tveggja afar mikilvægt þroska barnsins,“ segir hann. „Ef við ætlum að auka jöfnuð í samfélaginu þá gerum við það líka í gegnum svona aðgerðir, hvort sem það er stuðningur sem einstaklingur þarf til að jafna leikinn eða aðrir þættir eins og tómstundir og íþróttir. Þeim mun meiri jöfnuð sem við tryggjum meðal barnanna okkar, því sterkara verður samfélagið til lengri tíma.“
Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira