Tónlist

Þessi komust áfram í úrslit Eurovision

Samúel Karl Ólason skrifar
Atriði Noregs.
Atriði Noregs. EBU/ANDRES PUTTING

Þau tíu ríki sem komust áfram frá fyrra undankvöldi Söngvakvöldi evrópskra sjónvarpsstöðva eru Noregur, Ísrael, Rússland, Aserbaídsjan, Malta, Litháen, Kýpur, Svíþjóð, Belgía og Úkraína.

Sigurvegarar kvöldsins voru valdir af bæði áhorfendum og dómnefndum.

Fulltrúar sextán ríkja stigu á svið í kvöld og í þessari röð: Litháen, Slóvenía, Rússland, Svíþjóð, Ástralía, Norður-Makedónía, Írland, Kýpur, Noregur, Króatía, Belgía, Ísrael, Rúmenía, Aserbaídsjan, Úkraína og Malta.

Seinna undankvöldið mun svo fara fram á fimmtudaginn. Þá mun Ísland taka þátt en það kemur í ljós á morgun hvort Íslendingarnir losna úr sóttkví og geta flutt lagið á sviðinu.

Úrslitin eru svo á laugardaginn.



Fylgst var með gangi mála í vaktinni eins og sjá má að neðan.


Tengdar fréttir

Euro­vision­vaktin: Engum hlíft á fyrra undan­k­völdinu

Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft.

ÍSÍ undrandi á undanþágu Eurovision-faranna

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fékk ítrekað neikvæð svör frá sóttvarnayfirvöldum við beiðnum um bólusetningar fyrir íslenskt afreksíþróttafólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×