Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 23:07 Jeff og Lauren Lowe með tígrisynjunni Faith. Getty Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. Jeff Lowe er umdeildur maður, svo ekki sé sterkar til orða tekið. Hann hefur stundað viðskipti með framandi dýr og haft þau til sýnis í dýragarði sínum í Thackerville í Oklahoma. Hann tók við rekstri dýragarðsins á eftir hinum alræmda Joe Exotic eftir að sá síðarnefndi var dæmdur í fangelsi. Lowe staðfesti við miðilinn TMZ í dag að um 40 til 50 alríkislögreglumenn hefðu ráðist inn í dýragarðinn hans snemma morguns með leitarheimild. Honum var að eigin sögn skipað að halda sig inni í húsi sínu á meðan rassían fór fram, ellegar yrði hann handtekinn. Samkvæmt umfjöllun bandaríska miðilsins Fox um málið er þetta önnur rassían sem gerð er vegna Lowe í þessum mánuði. Í tilkynningu yfirvalda segir að alls hafi 68 dýr verið tekin af Lowe þar á meðal ljón, tígrisdýr, jagúar og hinn afar forvitnilegi blendingur ljóns og tígrisdýrs, sem kallast liger á ensku. Að sögn Lowes voru lögreglumennirnir sérstaklega einbeittir í að leita að tígrishvolpum en hann kveðst ekki hafa átt neina slíka. Ástæða þess að dýrin voru tekin af Lowe var vanræksla hans á þeim. Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að Lowe hafi ekki staðist þær kröfur sem settar eru í landinu af dýravelferðaryfirvöldum um reglulega heimsókn dýralæknis á svæðið, góða næringu fyrir dýrin og nægilega stór svæði fyrir þau þar sem þau eru varin fyrir vondu veðri. Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Netflix Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Jeff Lowe er umdeildur maður, svo ekki sé sterkar til orða tekið. Hann hefur stundað viðskipti með framandi dýr og haft þau til sýnis í dýragarði sínum í Thackerville í Oklahoma. Hann tók við rekstri dýragarðsins á eftir hinum alræmda Joe Exotic eftir að sá síðarnefndi var dæmdur í fangelsi. Lowe staðfesti við miðilinn TMZ í dag að um 40 til 50 alríkislögreglumenn hefðu ráðist inn í dýragarðinn hans snemma morguns með leitarheimild. Honum var að eigin sögn skipað að halda sig inni í húsi sínu á meðan rassían fór fram, ellegar yrði hann handtekinn. Samkvæmt umfjöllun bandaríska miðilsins Fox um málið er þetta önnur rassían sem gerð er vegna Lowe í þessum mánuði. Í tilkynningu yfirvalda segir að alls hafi 68 dýr verið tekin af Lowe þar á meðal ljón, tígrisdýr, jagúar og hinn afar forvitnilegi blendingur ljóns og tígrisdýrs, sem kallast liger á ensku. Að sögn Lowes voru lögreglumennirnir sérstaklega einbeittir í að leita að tígrishvolpum en hann kveðst ekki hafa átt neina slíka. Ástæða þess að dýrin voru tekin af Lowe var vanræksla hans á þeim. Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að Lowe hafi ekki staðist þær kröfur sem settar eru í landinu af dýravelferðaryfirvöldum um reglulega heimsókn dýralæknis á svæðið, góða næringu fyrir dýrin og nægilega stór svæði fyrir þau þar sem þau eru varin fyrir vondu veðri.
Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Netflix Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira