Þá greinum við frá því að um tuttugu flugfélög hafa boðað komu sína í sumar og er búist við að fjöldi brottfara á viku rúmlega tvöfaldist milli ára.
Hópsmit er komið upp í Nuuk á Grænlandi og hefur landsstjórnin tilkynnt að lokað yrði á allar flugferðir til Nuuk fram á mánudag hið minnsta þar sem ekki hefði tekist að rekja eitt af smitunum.
Þá fjöllum við um músafaraldur í Nýja Suður-Wales í Ástralíu og uppbyggingu á Suðurnesjum en mikil ásókn er í lóðir á svæðinu.
Þetta og margt fleira í beinni útsendingu á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.