Þá fer fréttamaður okkar í Vesturbæinn og skoðar aðstæður á Bræðraborgarstíg en íbúar þar hafa margsinnis kvartað yfir ástandinu við húsið sem brann fyrir tæpu ári. Það stendur enn með öllu innbúi, þar á meðal matarleifum og tilheyrandi óþrifnaði. Íbúi sem býr á móti segir þessu fylgja ólykt og gríðarlega erfiðar minningar.
Rætt verður við Bergþór Ólason í fréttatímanum, formann umhverfis- og samgöngunefndar, sem segir frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs dauðadæmt. Hann segist eiga vona á því að málinu verði skipt út fyrir þingsályktunartillögu.
Þá verður fjallað um hækkun bankavaxta, aukna klámneyslu ungmenna og margt fleira. Kvöldfréttir á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.