Kona dæmd vegna banaslyss á Þingvallavegi árið 2018 Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2021 08:18 Frá vettvangi slyssins 21. júlí 2018. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í þriggja mánaða fangelsi vegna banaslyss sem varð á Þingvallavegi í Mosfellsbæ, nálægt Æsustöðum, í júlí 2018. Fullnusta refsingarinnar skal frestað í tvö ár, haldi dæmda almennt skilorð. Dómurinn féll í málinu á föstudaginn, en kona á níræðisaldri, sem var farþegi í bílnum sem ekið var á, lést í slysinu. Í ákæru kom fram að ákærða hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn var ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102 til 124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 kílómetrar á klukkustund, en hraði hins bílsins var um þrjátíu til fimmtíu kílómetrar á klukkustund. „Glæfralegur framúrakstur“ Dæmda var auk þess dæmt til greiðslu sakarkostnaðar og um einnar og hálfrar milljónar króna í skaðabætur til einkabarns hinnar látnu. Konan var hins vegar sýknuð af kröfum um miskabætur til barns hinnar látnu og sömuleiðis ökumanns bílsins sem ekið var á. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa lýstu vitni „glæfralegum framúrakstri“ konunnar og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Deilt var um aðdraganda slyssins fyrir dómi, meðal annars um hvort ökumaður bílsins sem keyrt var á hafi gefið stefnuljós áður en beygt var inn á Æsustaðaveg. Gætti ekki nægjanlegrar aðgæslu Niðurstaða dómsins var að lögfull sönnun hafi tekist fyrir sekt konunnar, eins og háttseminni og afleiðingum var lýst í ákæru, en með þeirri breytingu að ekki hafi talist sannað að ökuhraði hennar hafi verið meiri en 102 kílómetra á klukkustund. „Þá er það mat dómsins, heilt á litið, að það sem áður er rakið um óvissu um nægjanlega aðgæsluskyldu [ökumanns bílsins sem ekið var á] í umræddri vinstri beygju, auk vafa um öryggisbeltanotkun [hinnar látnu], geti ekki leyst ákærðu undan refsiábyrgð.“ Hafi hún ekki gætt nægjanlegrar aðgæslu og varúðar og með því sýnt af sér saknæmt gáleysi sem varði hana refsiábyrgð. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að konan hafi ekki áður gerst brotleg við refsilög og að verulegur dráttur varð á meðferð málsins. Dómsmál Samgönguslys Mosfellsbær Tengdar fréttir „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Dómurinn féll í málinu á föstudaginn, en kona á níræðisaldri, sem var farþegi í bílnum sem ekið var á, lést í slysinu. Í ákæru kom fram að ákærða hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn var ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102 til 124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 kílómetrar á klukkustund, en hraði hins bílsins var um þrjátíu til fimmtíu kílómetrar á klukkustund. „Glæfralegur framúrakstur“ Dæmda var auk þess dæmt til greiðslu sakarkostnaðar og um einnar og hálfrar milljónar króna í skaðabætur til einkabarns hinnar látnu. Konan var hins vegar sýknuð af kröfum um miskabætur til barns hinnar látnu og sömuleiðis ökumanns bílsins sem ekið var á. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa lýstu vitni „glæfralegum framúrakstri“ konunnar og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Deilt var um aðdraganda slyssins fyrir dómi, meðal annars um hvort ökumaður bílsins sem keyrt var á hafi gefið stefnuljós áður en beygt var inn á Æsustaðaveg. Gætti ekki nægjanlegrar aðgæslu Niðurstaða dómsins var að lögfull sönnun hafi tekist fyrir sekt konunnar, eins og háttseminni og afleiðingum var lýst í ákæru, en með þeirri breytingu að ekki hafi talist sannað að ökuhraði hennar hafi verið meiri en 102 kílómetra á klukkustund. „Þá er það mat dómsins, heilt á litið, að það sem áður er rakið um óvissu um nægjanlega aðgæsluskyldu [ökumanns bílsins sem ekið var á] í umræddri vinstri beygju, auk vafa um öryggisbeltanotkun [hinnar látnu], geti ekki leyst ákærðu undan refsiábyrgð.“ Hafi hún ekki gætt nægjanlegrar aðgæslu og varúðar og með því sýnt af sér saknæmt gáleysi sem varði hana refsiábyrgð. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að konan hafi ekki áður gerst brotleg við refsilög og að verulegur dráttur varð á meðferð málsins.
Dómsmál Samgönguslys Mosfellsbær Tengdar fréttir „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
„Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35
Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01