Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2021 11:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór fram á að frumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis yrði tekið á dagskrá. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði Pírata hafa sett þinglokasamninga í uppnám með þessu. vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. Mikil spenna er á Alþingi þar sem samningaviðræður um þinglok eru á viðkvæmu stigi. Þingfundur hófst með óhefðbundnum hætti í morgun þegar tekin var fyrir tillaga Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri Grænna og formanns atvinnuveganefndar Alþingis, um strandveiðar yrði tekið á dagskrá. Frumvarpið var lagt fram fyrir tveimur dögum og er því ætlað að tryggja að strandveiðar standi út ágúst en ljúki ekki mánuði fyrr. „Nú eru sex til sjö hundruð smábátasjómenn sem standa frammi fyrir mjög alvarlegu atvinnuleysi. Þannig málið er gott. En háttvirtur þingmaður Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið að spreða því um allan bæ að það sé á einhvern hátt stjórnarandstöðunni að kenna að málið komist ekki á dagskrá,“ sagði Helgi Hrafn og tók fyrir að svo væri. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelm Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ekki hægt að taka málið á dagskrá í miðjum þinglokaviðræðum, þar sem verið sé að semja um hvaða mál eigi að klára. „Mér finnst alveg fráleitt af Pírötum að vera senda þetta tundurskeyti inn í þinglokasamninga með þessum hætti til þess að raska málum. Það er auðvitað þannig að í þinglokasamningum er verið að semja um fjöldamörg mál, og verið að semja fjöldamörg mál út af borðinu sem hafa fengið umfjöllun í þinginu í allan vetur. Það leiðir af sjálfu sér að það er ekki hægt að klára allt saman og með því að stilla mönnum upp við vegg með þessum hætti eru þinglokasamningar settir í uppnám.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Pírata ekki vera koma samningaviðræðum í uppnám, heldur einungis að fara fram á að frumvarp frá stjórnarþingmanni, sem flokkurinn hafi verið sakaður um að standa í vegi fyrir, yrði tekið á dagskrá. „Og við erum að draga fram í dagsljósið að það var kjaftæði og lygi. Að logið var að smábátasjómönnum um stöðu þessa máls,“ sagði Andrés. Píratar vísuðu meðal annars í samtöl á Facebook þar sem þessar ásakanir komi fram. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, bar slíkt hins vegar af sér. „Ég læt ekki saka mig um það að ljúga að einum eða neinum. Það er ekki minn háttur,“ sagði Lilja Rafney. Tillaga Pírata um að taka frumvarpið á dagskrá var felld með þrjátíu atkvæðum gegn tíu. Alþingi Píratar Sjávarútvegur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Mikil spenna er á Alþingi þar sem samningaviðræður um þinglok eru á viðkvæmu stigi. Þingfundur hófst með óhefðbundnum hætti í morgun þegar tekin var fyrir tillaga Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri Grænna og formanns atvinnuveganefndar Alþingis, um strandveiðar yrði tekið á dagskrá. Frumvarpið var lagt fram fyrir tveimur dögum og er því ætlað að tryggja að strandveiðar standi út ágúst en ljúki ekki mánuði fyrr. „Nú eru sex til sjö hundruð smábátasjómenn sem standa frammi fyrir mjög alvarlegu atvinnuleysi. Þannig málið er gott. En háttvirtur þingmaður Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið að spreða því um allan bæ að það sé á einhvern hátt stjórnarandstöðunni að kenna að málið komist ekki á dagskrá,“ sagði Helgi Hrafn og tók fyrir að svo væri. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelm Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ekki hægt að taka málið á dagskrá í miðjum þinglokaviðræðum, þar sem verið sé að semja um hvaða mál eigi að klára. „Mér finnst alveg fráleitt af Pírötum að vera senda þetta tundurskeyti inn í þinglokasamninga með þessum hætti til þess að raska málum. Það er auðvitað þannig að í þinglokasamningum er verið að semja um fjöldamörg mál, og verið að semja fjöldamörg mál út af borðinu sem hafa fengið umfjöllun í þinginu í allan vetur. Það leiðir af sjálfu sér að það er ekki hægt að klára allt saman og með því að stilla mönnum upp við vegg með þessum hætti eru þinglokasamningar settir í uppnám.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Pírata ekki vera koma samningaviðræðum í uppnám, heldur einungis að fara fram á að frumvarp frá stjórnarþingmanni, sem flokkurinn hafi verið sakaður um að standa í vegi fyrir, yrði tekið á dagskrá. „Og við erum að draga fram í dagsljósið að það var kjaftæði og lygi. Að logið var að smábátasjómönnum um stöðu þessa máls,“ sagði Andrés. Píratar vísuðu meðal annars í samtöl á Facebook þar sem þessar ásakanir komi fram. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, bar slíkt hins vegar af sér. „Ég læt ekki saka mig um það að ljúga að einum eða neinum. Það er ekki minn háttur,“ sagði Lilja Rafney. Tillaga Pírata um að taka frumvarpið á dagskrá var felld með þrjátíu atkvæðum gegn tíu.
Alþingi Píratar Sjávarútvegur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira